Byssurnar þagnaðar 14. ágúst 2006 19:00 Margir flóttamenn snúa nú aftur til síns heima. MYND/AP Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri. Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Langþráð vopnahlé skæruliða Hizbollah og Ísraelshers hófst loks í morgun eftir þrjátíu og fjögurra daga linnulausa bardaga. Tölfræðin segir sumt, en sannarlega ekki allt: Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þorri þeirra saklausir borgarar, og í Ísrael hafa 157 týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum er jafnframt gífurlegt, það er metið á 178 milljarða króna í Líbanon og 78 milljarða í Ísrael. Og hverju hafa svo átökin skilað? Grafarþögn í Beirút er ástand sem íbúar borgarinnar voru nánast búnir að gleyma eftir sprengjuregnið sem á þeim hefur dunið undanfarinn mánuð. Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun en örskömmu áður höfðu síðustu byssurnar þagnað. Eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag og vonast er til að svo verði þar til 15.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna tekur sér stöðu í Suður-Líbanon, jafnvel í þessari viku. Fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hefur verið á hrakhólum undanfarnar vikur en í dag gat fólk loks farið að huga að því að snúa til síns heima. Það var því engin furða að fögnuður ríkti víða í landinu yfir að friður væri kominn á. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels kvaðst í ræðu sinni í þinginu bera einn ábyrgð á hernaði undanfarins mánaðar og bætti því við að leiðtogar Hizbollah yrðu áfram hundeltir þrátt fyrir ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. Ísraelar hrósa semsagt líka sigri í þessu stríði sem nú virðist vera að baki þrátt fyrir að hafa alls ekki tekist sitt helsta ætlunarverk, að stöðva flugskeytaárásir Hizbollah. Og hvað náðist þá fram með átökunum? Um 1.200 hafa látið lífið undanfarnar vikur og þúsundir til viðbótar örkumlast. Hundruð þúsunda eru á vergangi og stór hluti þess fólk hefur misst allt sitt. Sigurvegarar stríðsins eru kannski nokkrir en hinir sem töpuðu eru miklu fleiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent