Vildi frekar halda Carrick en að græða peninga 8. september 2006 15:41 Martin Jol, stjóri Tottenham Nordicphotos/Getty images. Martin Jol og félagar í Tottenham hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir að selja landsliðsmanninn Michael Carrick í ljósi lélegrar byrjunar liðsins á fyrstu vikum ensku úrvalsdeildarinnar. Jol segist hinsvegar ekkert hafa geta gert í máli Carrick, því leikmaðurinn hefði viljað fara nær heimaslóðum sínum til Manchester United. "Ef valið hefði staðið milli þess að halda Carrick eða fá fúlgur fjár fyrir hann, hafði ég valið að halda honum. Hann var stór partur í miðjuspili okkar og ég var ánægður með hann, en hann vildi fara og því var ekkert sem ég gat gert. Ég gef honum það þó að hann var hreinskilinn allan tímann. Carrick kom til mín og sagði að hann myndi halda áfram ef þess yrði óskað, en sagðist gjarnan vilja fara til Manchester United," sagði Jol og bætti við að hann hefði fulla trú á að menn eins og Didier Zokora næðu að fylla skarð hans. "Þetta er bara stundum svona í fótboltanum. Carrick vildi fara, en skömmu síðar lá ljóst fyrir að menn á borð við Zokora og Dimitar Berbatov vildu koma til okkar frekar en annara liða - stundum tapar maður og stundum vinnur maður," sagði Hollendingurinn, sem mætir einmitt Michael Carrick og félögum í Manchester United á Old Trafford um helgina. United hefur verið heitasta liðið í upphafi leiktíðar á Englandi og þar hefur Tottenham ekki unnið síðan árið 1989, þegar Gary Lineker skoraði stórkostlegt mark sem réði úrslitum. Ekki er heldur langt síðan viðureign þessara liða var í fyrirsögnum allra blaða þegar liðin skildu jöfn, en Pedro Mendes skoraði þá fullkomlega löglegt mark frá miðju, sem ekki var dæmt gilt af sjóndöprum línuverði. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
Martin Jol og félagar í Tottenham hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir að selja landsliðsmanninn Michael Carrick í ljósi lélegrar byrjunar liðsins á fyrstu vikum ensku úrvalsdeildarinnar. Jol segist hinsvegar ekkert hafa geta gert í máli Carrick, því leikmaðurinn hefði viljað fara nær heimaslóðum sínum til Manchester United. "Ef valið hefði staðið milli þess að halda Carrick eða fá fúlgur fjár fyrir hann, hafði ég valið að halda honum. Hann var stór partur í miðjuspili okkar og ég var ánægður með hann, en hann vildi fara og því var ekkert sem ég gat gert. Ég gef honum það þó að hann var hreinskilinn allan tímann. Carrick kom til mín og sagði að hann myndi halda áfram ef þess yrði óskað, en sagðist gjarnan vilja fara til Manchester United," sagði Jol og bætti við að hann hefði fulla trú á að menn eins og Didier Zokora næðu að fylla skarð hans. "Þetta er bara stundum svona í fótboltanum. Carrick vildi fara, en skömmu síðar lá ljóst fyrir að menn á borð við Zokora og Dimitar Berbatov vildu koma til okkar frekar en annara liða - stundum tapar maður og stundum vinnur maður," sagði Hollendingurinn, sem mætir einmitt Michael Carrick og félögum í Manchester United á Old Trafford um helgina. United hefur verið heitasta liðið í upphafi leiktíðar á Englandi og þar hefur Tottenham ekki unnið síðan árið 1989, þegar Gary Lineker skoraði stórkostlegt mark sem réði úrslitum. Ekki er heldur langt síðan viðureign þessara liða var í fyrirsögnum allra blaða þegar liðin skildu jöfn, en Pedro Mendes skoraði þá fullkomlega löglegt mark frá miðju, sem ekki var dæmt gilt af sjóndöprum línuverði.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira