Á fimmta hundrað eiga von á sektum 20. september 2006 13:26 420 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 kílómetra leyfilegan hámarkshraða á Hringbrautinni um síðustu helgi. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglu óku hinir brotlegu að jafnaði á tæplega 85 km hraða. Fyrir það þarf hver um sig að greiða 15.000 krónur í sekt. Níu voru mældir á 100 eða þar yfir en sá sem hraðast ók var á 124 km hraða. Sektir þessara ökumanna verða á bilinu 30 til 60 þúsund krónur, auk þess sem einn til þrír punktar bætast í ökuferilsskrá, fari hraðinn 51 kílómetra eða meira yfir leyfilegan hámarkshraða. Umrædd myndavél er staðsett á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu en á áðurnefndum tíma var sex ökutækjum ekið gegn rauðu ljósi. Hinir sömu eiga líka 15 þúsund króna sekt yfir höfði sér. Umferðin í gær gekk að sögn lögreglu þokkalega í höfuðborginni að því undanskildu að umferðaróhapp varð í Ártúnsbrekkunni. Af því hlutust miklar tafir eins og fram hefur komið. Þar fór þó betur en á horfðist. Sama má segja um óhapp sem varð um kvöldmatarleytið í gær. Þá kastaðist 7 ára barn í framrúðu bíls. Þrátt fyrir það slappið barnið við teljandi meiðsli en það var ekki í bílbelti. Þá stöðvaði lögreglan liðlega þrítugan ökumann sem virtist mjög annars hugar. Hann fór öfuga leið í hringtorgi og talaði jafnframt í síma án þess að vera með handfrjálsan búnað. Aksturslag af þessu tagi býður hættunni heim enda þýðir ekkert að vera utangátta í umferðinni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
420 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 kílómetra leyfilegan hámarkshraða á Hringbrautinni um síðustu helgi. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglu óku hinir brotlegu að jafnaði á tæplega 85 km hraða. Fyrir það þarf hver um sig að greiða 15.000 krónur í sekt. Níu voru mældir á 100 eða þar yfir en sá sem hraðast ók var á 124 km hraða. Sektir þessara ökumanna verða á bilinu 30 til 60 þúsund krónur, auk þess sem einn til þrír punktar bætast í ökuferilsskrá, fari hraðinn 51 kílómetra eða meira yfir leyfilegan hámarkshraða. Umrædd myndavél er staðsett á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu en á áðurnefndum tíma var sex ökutækjum ekið gegn rauðu ljósi. Hinir sömu eiga líka 15 þúsund króna sekt yfir höfði sér. Umferðin í gær gekk að sögn lögreglu þokkalega í höfuðborginni að því undanskildu að umferðaróhapp varð í Ártúnsbrekkunni. Af því hlutust miklar tafir eins og fram hefur komið. Þar fór þó betur en á horfðist. Sama má segja um óhapp sem varð um kvöldmatarleytið í gær. Þá kastaðist 7 ára barn í framrúðu bíls. Þrátt fyrir það slappið barnið við teljandi meiðsli en það var ekki í bílbelti. Þá stöðvaði lögreglan liðlega þrítugan ökumann sem virtist mjög annars hugar. Hann fór öfuga leið í hringtorgi og talaði jafnframt í síma án þess að vera með handfrjálsan búnað. Aksturslag af þessu tagi býður hættunni heim enda þýðir ekkert að vera utangátta í umferðinni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira