Renault segir pressuna mikla á Schumacher 26. september 2006 15:29 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Pat Symonds, yfirmaður tæknimála hjá Renault, segir að Fernando Alonso standist pressu betur en Michael Schumacher og telur meistaralið Renault eiga betri möguleika til að ná góðum árangir um næstu helgi þegar keppt verður í Kína. Symonds vann með Schumacher þegar hann ók fyrir Benetton á sínum tíma og telur Alonso standast pressu betur en Schumacher. Titilslagurinn verður gríðarelga harður í síðustu þremur keppnunum og Symonds bendir á að Schumacher hafi ekki riðið feitum hesti frá keppnunum tveimur sem háðar hafa verið í Kína. "Kínakappaksturinn hentar Renault mjög vel og það sem meira er, hefur Michael Schumacher gengið afleitlega þar síðustu tvö ár. Það þarf ekki að taka það fram að þeir Scumacher og Alonso eru báðir frábærir ökumenn, en ég trúi því í alvöru að Alonso sé betri undir pressu. Schumacher hefur oft ekki staðist álagið þegar mikil pressa hefur verið á honum í gegn um tíðina og ég veit að pressan verður meiri en nokkru sinni fyrr á hann í þessum síðustu keppnum. Áður gat hann alltaf treyst á næsta ár - en nú er ekkert næsta ár fyrir hann ef hann vinnur ekki," sagði Symonds. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Pat Symonds, yfirmaður tæknimála hjá Renault, segir að Fernando Alonso standist pressu betur en Michael Schumacher og telur meistaralið Renault eiga betri möguleika til að ná góðum árangir um næstu helgi þegar keppt verður í Kína. Symonds vann með Schumacher þegar hann ók fyrir Benetton á sínum tíma og telur Alonso standast pressu betur en Schumacher. Titilslagurinn verður gríðarelga harður í síðustu þremur keppnunum og Symonds bendir á að Schumacher hafi ekki riðið feitum hesti frá keppnunum tveimur sem háðar hafa verið í Kína. "Kínakappaksturinn hentar Renault mjög vel og það sem meira er, hefur Michael Schumacher gengið afleitlega þar síðustu tvö ár. Það þarf ekki að taka það fram að þeir Scumacher og Alonso eru báðir frábærir ökumenn, en ég trúi því í alvöru að Alonso sé betri undir pressu. Schumacher hefur oft ekki staðist álagið þegar mikil pressa hefur verið á honum í gegn um tíðina og ég veit að pressan verður meiri en nokkru sinni fyrr á hann í þessum síðustu keppnum. Áður gat hann alltaf treyst á næsta ár - en nú er ekkert næsta ár fyrir hann ef hann vinnur ekki," sagði Symonds.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira