Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar 10. október 2006 18:45 Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira