SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild 17. október 2006 20:30 Borgar Þór Einarsson, formaður SUS. MYND/Vilhelm Gunnarsson Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum. Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUS í dag. Þar segir að óþolandi sé að búa við ásakanir tengdar hlerunarmálinu og að þær liggi í loftinu. Sambandið furðar sig á því að þeir sem hafi komið fram með ásakanirnar hafi ekki gert það fyrr eða látið yfirvöld vita af hinu meinta athæfi. Í ályktuninni hafnar sambandið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar til viðbótar greiningardeil lögreglu sem fyrir sér. Ef slíkar hugmyndir næðu fram að ganga hefðu slík yfirvöld ekki einungis heimildir til að rannsaka grunaða glæpamenn áður en glæpur væri framinn, heldur einnig heimildir til að handtaka, yfirheyra, hlera og gera húsleit hjá viðkomandi án undanfarandi dómsúrskurðar. Slíkar valdheimildir séu varhugaverðar þar sem þær bjóða heim hættu á misnotkun, misrétti og ofsóknum. Í ályktuninni segir ennfremur að þegar við bætist að starfsemi slíkra yfirvalda verði, eðli máls samkvæmt, leynileg og einungis háð innra eftirliti, verði hættan á misnotkun enn meiri. Telur sambandið að ef ofangreindar hugmyndir verði að veruleika muni það leiða til þess að ákveðinn hópur manna innan stjórnsýslunnar hefði fáheyrð völd og nánast enga ábyrgð gagnvart almenningi í landinu. SUS áréttar í ályktun sinni að frumskylda ríkisvaldsins, og réttlæting fyrir tilvist þess, sé að standa vörð um öryggi borgaranna. Slík varðstaða megi þó aldrei verða til þess að skerða réttindi borgaranna og gera þá berskjaldaða fyrir vörðunum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira