Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri 19. október 2006 12:45 1200 ökumenn óku á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst MYND/E.Ól Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira