Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ.
Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Fjöldi brautskráðra er að þessu sinni 381. Þar af lýkur 101 meistaranámi. Heildarfjöldi brautskráðra kandídata frá HÍ í ár er þar með orðinn 1617 auk þess sem 13 hafa lokið doktornámi