Tvö prófkjör um helgina 27. október 2006 12:12 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira