Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut 1. nóvember 2006 12:27 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri handsala samninginn í hádeginu. MYND/Pjetur Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu. Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Ríkið greiðir 30 milljarða og 250 milljónir króna fyrir hlutinn. Borgin fær um 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær um 3,3 milljarða sem greiddir verða með reiðufé. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri benti á að viðræður hefðu staðið með hléum í tvö á milli aðila en að R-listanum hefði aldrei verið alvara með að selja hlut borgarinnar þar sem Vinstri - grænir hafi lagst gegn því. Þá sagði hann verðmat fyrirtækisins hafa hækkað frá því að viðræðum var slitið milli ríkis og borgar fyrr á árinu. Um ástæður sölunnar sagði Vilhjálmur að Íslendingar byggju í gjörbreyttu raforkuumhverfi og það gengi ekki að hans mati að Reykjavíkurborg ætti bæði 95 prósenta hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósenta hlut í Landsvirkjun, fyrirtækjum í samkeppni. Jafnframt lýsti hann því yfir að Orkuveitan yrði ekki einkavædd í hans borgarstjóratíð. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var inntur eftir því hvort ætlunin væri að einkavæða Landsvirkjun í kjölfar samninganna en hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Í svipaðan streng tók Árni Mathiesen fjármálaráðherra og sagði ekkert liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins. Borgarstjórinn í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru báðir inntir eftir því hvað gert yrði við söluandvirðið. Vilhjálmur sagði að um 24 milljarðar færu í lífeyrisskuldbindingar borgarinnar en þrír milljarðar í að greiða niður uppsafnaðan halla borgarsjóðs. Kristján sagði að hlutur Akureyrar færi í lífeyrisskuldbindingar bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu. Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Ríkið greiðir 30 milljarða og 250 milljónir króna fyrir hlutinn. Borgin fær um 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær um 3,3 milljarða sem greiddir verða með reiðufé. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri benti á að viðræður hefðu staðið með hléum í tvö á milli aðila en að R-listanum hefði aldrei verið alvara með að selja hlut borgarinnar þar sem Vinstri - grænir hafi lagst gegn því. Þá sagði hann verðmat fyrirtækisins hafa hækkað frá því að viðræðum var slitið milli ríkis og borgar fyrr á árinu. Um ástæður sölunnar sagði Vilhjálmur að Íslendingar byggju í gjörbreyttu raforkuumhverfi og það gengi ekki að hans mati að Reykjavíkurborg ætti bæði 95 prósenta hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósenta hlut í Landsvirkjun, fyrirtækjum í samkeppni. Jafnframt lýsti hann því yfir að Orkuveitan yrði ekki einkavædd í hans borgarstjóratíð. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var inntur eftir því hvort ætlunin væri að einkavæða Landsvirkjun í kjölfar samninganna en hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Í svipaðan streng tók Árni Mathiesen fjármálaráðherra og sagði ekkert liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins. Borgarstjórinn í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru báðir inntir eftir því hvað gert yrði við söluandvirðið. Vilhjálmur sagði að um 24 milljarðar færu í lífeyrisskuldbindingar borgarinnar en þrír milljarðar í að greiða niður uppsafnaðan halla borgarsjóðs. Kristján sagði að hlutur Akureyrar færi í lífeyrisskuldbindingar bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira