Ungliðar segja Frjálslynda ala á fordómum 6. nóvember 2006 21:44 Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Forsvarsmenn ungliðahreyfinganna taka fram að engin ungliðahreyfing starfi hjá Frjálslyndum og því ekki hægt að leita álits þar. Í ályktuninni segir: "Undirritaðir forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns. Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðlar að sundrungu í samfélaginu. Popúlismi sem þessi margfaldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon sjá fyrir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjarstæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að "kaffæra íslensku þjóðina" í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi málflutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátttakendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks popúlisma, hræðsluáróðurs eða fordóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum innflytjenda á því skynsamlega sjónarmiði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins Andri Heiðar Kristinsson, formaður Vöku Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands Auður Lilja Erlingsdóttur, formaður Ungra Vinstri Grænna Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri Deiglunnar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar Eva María Hilmarsdóttir , formaður Röskvu Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Frjálshyggjufélagsins Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði Háskóla Íslands" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Forsvarsmenn ungliðahreyfinganna taka fram að engin ungliðahreyfing starfi hjá Frjálslyndum og því ekki hægt að leita álits þar. Í ályktuninni segir: "Undirritaðir forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns. Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðlar að sundrungu í samfélaginu. Popúlismi sem þessi margfaldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon sjá fyrir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjarstæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að "kaffæra íslensku þjóðina" í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi málflutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátttakendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks popúlisma, hræðsluáróðurs eða fordóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum innflytjenda á því skynsamlega sjónarmiði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins Andri Heiðar Kristinsson, formaður Vöku Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands Auður Lilja Erlingsdóttur, formaður Ungra Vinstri Grænna Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri Deiglunnar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar Eva María Hilmarsdóttir , formaður Röskvu Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Frjálshyggjufélagsins Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði Háskóla Íslands"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira