Erfiður róður framundan hjá Bush 8. nóvember 2006 12:15 Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni af repúblíkönum, líkt og spáð var fyrir kosningarnar. Næsti forseti fulltrúadeildarinnar verður Nancy Pelosi, fyrsta konan sem gegnir því embætti. Auk þess vekur athygli að Keith Ellison, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er fyrsti músliminn sem er kosinn á þing í Bandaríkjunum. Spennan er hins vegar enn mikil í baráttunni um öldungadeildina. Demókratar hafa náð fjórum sætum þar af þeim sex sem þeir þurfa til að ná meirihluta. Frambjóðendur demókrata hafa forskot í báðum fylkjunum sem eftir eru: Montana og Virginíu en svo mjótt er enn á munum að brugðið gæti til beggja vona. Útlit er fyrir endurtalningu í Virginíu þar sem munar innan við einu prósenti. Ætla má að kærumál fylgi í kjölfarið hvernig sem fer og því gæti svo farið að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í desember. Því alls óvíst hvor flokkurinn nær meirihluta. Enn er talið í Montana þar sem demókratar hafa naumt forskot. Ólíklegt er að telja þurfi að nýju þar. Hilary Clinton náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York með miklum yfirburðum. Repúblíkanar misstu á samta tíma lykilmenn á borð við Rick Santorum, öldungadeildarþingmann fyrir Pennsylvaníu. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000, hélt öldungadeildarþingsæti sínu í Connecticu en hann bauð sig fram sem óháður eftir að hafa tapað í forkosningum demókrata í sumar. Hann hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 1988. Lieberman er annar tveggja óháðra öldungadeildarþingmanna og hafa þeir báðið heitið demókrötum stuðningi. Repúblíkanar biðu þó ekki ósigur alls staðar og hafa einhverjir þeirra glaðst við fréttir af því að tortímandinn Arnold Schwarzenegger hélt ríkisstjóraembættinu í Kaliforníu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni af repúblíkönum, líkt og spáð var fyrir kosningarnar. Næsti forseti fulltrúadeildarinnar verður Nancy Pelosi, fyrsta konan sem gegnir því embætti. Auk þess vekur athygli að Keith Ellison, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er fyrsti músliminn sem er kosinn á þing í Bandaríkjunum. Spennan er hins vegar enn mikil í baráttunni um öldungadeildina. Demókratar hafa náð fjórum sætum þar af þeim sex sem þeir þurfa til að ná meirihluta. Frambjóðendur demókrata hafa forskot í báðum fylkjunum sem eftir eru: Montana og Virginíu en svo mjótt er enn á munum að brugðið gæti til beggja vona. Útlit er fyrir endurtalningu í Virginíu þar sem munar innan við einu prósenti. Ætla má að kærumál fylgi í kjölfarið hvernig sem fer og því gæti svo farið að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í desember. Því alls óvíst hvor flokkurinn nær meirihluta. Enn er talið í Montana þar sem demókratar hafa naumt forskot. Ólíklegt er að telja þurfi að nýju þar. Hilary Clinton náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York með miklum yfirburðum. Repúblíkanar misstu á samta tíma lykilmenn á borð við Rick Santorum, öldungadeildarþingmann fyrir Pennsylvaníu. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000, hélt öldungadeildarþingsæti sínu í Connecticu en hann bauð sig fram sem óháður eftir að hafa tapað í forkosningum demókrata í sumar. Hann hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 1988. Lieberman er annar tveggja óháðra öldungadeildarþingmanna og hafa þeir báðið heitið demókrötum stuðningi. Repúblíkanar biðu þó ekki ósigur alls staðar og hafa einhverjir þeirra glaðst við fréttir af því að tortímandinn Arnold Schwarzenegger hélt ríkisstjóraembættinu í Kaliforníu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira