Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún taki sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar.
Eins og kunnugt er lenti Anna Kristín í þriðja sæti á eftir þeim Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu í lok síðasta mánaðar en hún sóttist eftir 1.-2. sæti.
Þingmenn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi eru tveir en þingsætum í kjördæminu fækkar væntanlega um eitt í komandi kosningum vegna búsetuþróunar og því minnka líkurnar á þriðja þingsæti flokksins til muna. Anna Kristín segist vera að íhuga málið en ákvörðunar verði að væntan innan skamms.