Björgunarsveitir á suðvesturlandi eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir í nótt. Veður er þegar byrjað að versna og hefur Lögreglan í Reykjavík kallað út svæðisstjóra til þess að undibúa nóttina.
Lögreglan í Keflavík og á Akranesi vilja einnig koma þeim tilmælum til fólks að tryggja allt lauslegt þar sem það getur verið skaðabótaskylt ef eigur þeirra valda skaða á eigum annarra.