Um hugsanlegt brottfall Sigurrósar Þorgrímsdóttur af þingi, en hún var ekki í hópi þeirra sex efstu þegar búið var að telja 2300 atkvæði, og reyndar heldur ekki þegar búið var að telja 4900 atkvæði, sagði Þorgerður Katrín: „Þetta er öflugur hópur, þetta eru öflugir einstaklingar að sækja inn. Það eru þrjú og við segjum hugsanlega fjögur þingsæti og það eru margir um hitunina í þessu prófkjöri. Og þannig er þetta, þetta verkast þannig, það koma ný andlit inn en fyrst og fremst erum við að móta hérna sterkan lista, samheldinn, sem ætlar sér stóra hluti í kosningunum í vor."
Sigurrós sagði aðspurð í fréttum NFS í kvöld, þegar 2300 atkvæði höfðu verið talin, að staða hennar í prófkjörin kæmi henni sjálfri nokkuð á óvart, „Ég hef fengið mikinn meðbyr," sagði Sigurrós. Aðspurð treysti hún sér ekkert til að segja um framhaldið.