Slökkvilið Reykjavíkur sendi alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 rúmlega hálfsjö í kvöld. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús.
Slökkviliðsmenn eru á þessari stundu komnir fyrir eldinn og byrjaðir að reykræsta húsið. Eldurinn var ekki mikill en eitthvað tjón hefur orðið af af sóti og vatni.