Algengt er að sendiherrar erlendra ríkja fari bakdyramegin út úr utanríkisráðuneytinu, að sögn siðameistara þar.
Athygli vakti að sendiherra Ísraels fór bakdyramegin út úr ráðuneytinu, í dag, og hitti ekki mótmælendur sem voru framan við húsið.
Elín Flygenring, siðameistari utanríkisráðuneytisins sagði að á þessu væri allur gangur. Bílastæði væru báðum megin við húsið og oft væri auðveldara að fá stæði bakvið það. Sendiherrarnir veldu sjálfir þá leið sem þeir notuðu.