Simpson segir hvernig hann hefði myrt 16. nóvember 2006 19:00 Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira