Órói innan flokkanna 19. nóvember 2006 17:04 Það líður að kosningum og mikill órói innan flokkanna. Byrjum á Framsókn. Líklegast er að Kristinn H. Gunnarsson fari í sérframboð eftir að hafa verið felldur úr þingsæti í Norðvesturkjördæmi. Vestfirðingar eru frægir fyrir að standa með sínu fólki. Nokkur helstu klofningsframboð sögunnar náðu mestu fylgi á Vestfjörðum, hefðu í raun ekki náð fótfestu annars. Maður nefnir Frjálslynda flokkinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Bæði þessi framboð náðu inn kjördæmakjörnum mönnum fyrir vestan, sem hafði þær afleiðingar að þau fengu uppbótaþingsæti í Reykjavík. Sérframboð Kristins myndi skaða Framsóknarflokkinn í kjördæminu. Kristinn hefur líka verið vinstri vanginn á flokknum og veitir kannski ekki af að sýna hann nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er endanlega að gleypa Framsókn. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn nötrar stafna á milli vegna máls Árna Johnsen. Mörgum þykir að Geir Haarde og Þorgerður Katrín hafi hlaupið á sig með því að lýsa svona fljótt yfir stuðningi við hann. Með orðum sínum um "tæknileg mistök" gaf Árni í raun skotleyfi á sjálfan sig. Sjálfstæðisflokkurinn á við annað vandamál að stríða í Suðurkjördæmi. Þar ríkir mikil óánægja með að endurbætur á Suðurlandsvegi skuli ekki vera inni á samgönguáætlun til tólf ára. Sturlu Böðvarssyni er kennt um - á sama tíma er hann á fullu að láta bora göng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem aðeins örfáir bílar munu keyra á dag. Þar bar kjördæmapotið skynsemina enn einu sinni ofurliði. --- --- --- Frjálslyndi flokkurinn er líklega að klofna vegna innflytjendamálanna. Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir um að hún kærði sig ekki um rasisma og Jón Magnússon. Faðir hennar Sverrir kallaði Jón utanveltubesefa. Guðjón A. Kristjánsson kom í viðtal á Bylgjunni á föstudag og bað Jón afsökunar fyrir hönd Margrétar. Raunar bað hann Gunnar í Krossinum líka afsökunar, en Margrét hafði farið nokkuð háðulegum orðum um ofsatrúarfólk. Margrét var í dálitlum pollýönnuleik í þættinum hjá mér í dag en það er ljóst að allt er upp í loft í Frjálslynda flokknum. Margrét og Sverrir þurfa ekki að ímynda sér annað en að Jón Magnússon ætli sér stóra hluti í flokknum. --- --- --- Samfylkingin er í vandræðum vegna sundurlyndis, stemmingsleysis og lélegrar útkomu úr prófkjörum. Benedikt Sigurðarson, sem tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hefur skrifað mikla greinargerð um flokkinn og sett á vefsíðu sína. Þar er að finna ansi beitta greiningu á vanda Samfylkingarinnar. Til dæmis þetta: Samfylkingin kemur ekki vel út úr prófkjörinu í Reykjavík. Þátttakan er hörmulega lítil og stemminguna skortir. Formaður flokksins þarf að leita skýringanna og ráða bót á vandamálinu - áður en kosningabaráttan hefst fyrir alvöru: - ef vandamálið liggur þá ekki beinlínis í fólkinu sem búið er að raða sér upp í hlutverkum fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og víðar á landinu. Til að áhugi glæðist og jafnaðarstefnan komist á ný á dagskrá þarf nýtt fólk og málflutning sem er í takti við samtímann. Hvers vegna í ósköpunum ætti ungt fólk - vel menntað fólk og skapandi fólk að flykkjast til að kjósa "sömu súpuna í sömu skálinni?" Og líka þetta:Líklega er Össur versti taparinn - og hefur ekki ennþá áttað sig á að hann var kosinn út úr hlutverki formanns flokksins fyrir mörgum mánuðum. Bloggsíður hans eru undirlagðar af "Njáluskrifum" - "Sturlungaaldar tilbrigðum" og samsæriskenningum í bland við sjálfhælni þar sem hann reynir að þakka sjálfum sér hvernig einstakar "vonarstjörnur" komast áleiðis í pólitíkinni. Það hefur verið tíðkað talsvert að senda "úrelta stjórnmálamenn" á hæli innan utanríkisþjónustunnar. "Úrelding á Össuri" er orðin brýn fyrir Samfylkinguna og alveg ljóst að "endurvinnsla" á honum sem stjórnmálamanni (með því að gera hann að formanni þingflokksins) er að færa Samfylkinguna stöðugt fjær því að ávinna sér trúverðugleika. Næturskrif Össurar flytja okkur ekki ábyrga og áhugaverða pólitík fyrir hönd Samfylkingarinnar - og líklega honum heldur ekki ímynd þess sjórnmálamanns sem trúandi verður fyrir ráðherraembætti á viðkvæmum tímum. Það er líklega verst að Valgerður Sverrisdóttir hefur takmarkaðan áhuga á að frelsa íslenska póltík frá Össuri - af því að hún heldur að Samfylkingin mundi græða of mikið á þeirri útreldingu. Skrif Benedikts má lesa í heild sinni hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Það líður að kosningum og mikill órói innan flokkanna. Byrjum á Framsókn. Líklegast er að Kristinn H. Gunnarsson fari í sérframboð eftir að hafa verið felldur úr þingsæti í Norðvesturkjördæmi. Vestfirðingar eru frægir fyrir að standa með sínu fólki. Nokkur helstu klofningsframboð sögunnar náðu mestu fylgi á Vestfjörðum, hefðu í raun ekki náð fótfestu annars. Maður nefnir Frjálslynda flokkinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Bæði þessi framboð náðu inn kjördæmakjörnum mönnum fyrir vestan, sem hafði þær afleiðingar að þau fengu uppbótaþingsæti í Reykjavík. Sérframboð Kristins myndi skaða Framsóknarflokkinn í kjördæminu. Kristinn hefur líka verið vinstri vanginn á flokknum og veitir kannski ekki af að sýna hann nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er endanlega að gleypa Framsókn. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn nötrar stafna á milli vegna máls Árna Johnsen. Mörgum þykir að Geir Haarde og Þorgerður Katrín hafi hlaupið á sig með því að lýsa svona fljótt yfir stuðningi við hann. Með orðum sínum um "tæknileg mistök" gaf Árni í raun skotleyfi á sjálfan sig. Sjálfstæðisflokkurinn á við annað vandamál að stríða í Suðurkjördæmi. Þar ríkir mikil óánægja með að endurbætur á Suðurlandsvegi skuli ekki vera inni á samgönguáætlun til tólf ára. Sturlu Böðvarssyni er kennt um - á sama tíma er hann á fullu að láta bora göng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem aðeins örfáir bílar munu keyra á dag. Þar bar kjördæmapotið skynsemina enn einu sinni ofurliði. --- --- --- Frjálslyndi flokkurinn er líklega að klofna vegna innflytjendamálanna. Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir um að hún kærði sig ekki um rasisma og Jón Magnússon. Faðir hennar Sverrir kallaði Jón utanveltubesefa. Guðjón A. Kristjánsson kom í viðtal á Bylgjunni á föstudag og bað Jón afsökunar fyrir hönd Margrétar. Raunar bað hann Gunnar í Krossinum líka afsökunar, en Margrét hafði farið nokkuð háðulegum orðum um ofsatrúarfólk. Margrét var í dálitlum pollýönnuleik í þættinum hjá mér í dag en það er ljóst að allt er upp í loft í Frjálslynda flokknum. Margrét og Sverrir þurfa ekki að ímynda sér annað en að Jón Magnússon ætli sér stóra hluti í flokknum. --- --- --- Samfylkingin er í vandræðum vegna sundurlyndis, stemmingsleysis og lélegrar útkomu úr prófkjörum. Benedikt Sigurðarson, sem tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hefur skrifað mikla greinargerð um flokkinn og sett á vefsíðu sína. Þar er að finna ansi beitta greiningu á vanda Samfylkingarinnar. Til dæmis þetta: Samfylkingin kemur ekki vel út úr prófkjörinu í Reykjavík. Þátttakan er hörmulega lítil og stemminguna skortir. Formaður flokksins þarf að leita skýringanna og ráða bót á vandamálinu - áður en kosningabaráttan hefst fyrir alvöru: - ef vandamálið liggur þá ekki beinlínis í fólkinu sem búið er að raða sér upp í hlutverkum fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og víðar á landinu. Til að áhugi glæðist og jafnaðarstefnan komist á ný á dagskrá þarf nýtt fólk og málflutning sem er í takti við samtímann. Hvers vegna í ósköpunum ætti ungt fólk - vel menntað fólk og skapandi fólk að flykkjast til að kjósa "sömu súpuna í sömu skálinni?" Og líka þetta:Líklega er Össur versti taparinn - og hefur ekki ennþá áttað sig á að hann var kosinn út úr hlutverki formanns flokksins fyrir mörgum mánuðum. Bloggsíður hans eru undirlagðar af "Njáluskrifum" - "Sturlungaaldar tilbrigðum" og samsæriskenningum í bland við sjálfhælni þar sem hann reynir að þakka sjálfum sér hvernig einstakar "vonarstjörnur" komast áleiðis í pólitíkinni. Það hefur verið tíðkað talsvert að senda "úrelta stjórnmálamenn" á hæli innan utanríkisþjónustunnar. "Úrelding á Össuri" er orðin brýn fyrir Samfylkinguna og alveg ljóst að "endurvinnsla" á honum sem stjórnmálamanni (með því að gera hann að formanni þingflokksins) er að færa Samfylkinguna stöðugt fjær því að ávinna sér trúverðugleika. Næturskrif Össurar flytja okkur ekki ábyrga og áhugaverða pólitík fyrir hönd Samfylkingarinnar - og líklega honum heldur ekki ímynd þess sjórnmálamanns sem trúandi verður fyrir ráðherraembætti á viðkvæmum tímum. Það er líklega verst að Valgerður Sverrisdóttir hefur takmarkaðan áhuga á að frelsa íslenska póltík frá Össuri - af því að hún heldur að Samfylkingin mundi græða of mikið á þeirri útreldingu. Skrif Benedikts má lesa í heild sinni hér.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun