Fjármunir af söluandvirði Símans fluttir milli ára 21. nóvember 2006 10:46 Fjármunum af söluandvirði Landssímans sem verja átti til gerðar Sundabrautar seinkar að hluta um eitt ár samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Upphaflega var áætlað að verja einum og hálfum milljarði króna til verksins á næst ári og 2,5 milljörðum árið 2008 en samkvæmt frumvarpinu verður aðeins 100 milljónum króna varið til Sundabrautar á næsta ári og 3.900 milljónum króna árið 2008.Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að 600 milljónum króna sem verja átti til gatnamóta við Nesbraut á næsta ári verði skipt á tvö ár, þ.e. 400 milljónir á næsta ári og 200 milljónir árið 2008. Í þriðja lagi er lagt til að til Tröllatunguvegar um Arnkötludal verði varið 200 milljónum króna árið 2007 og 600 milljónum árið 2008 í stað 400 milljóna hvort ár. Í fjórða lagi er svo lagt til að áður ákveðið 300 milljóna króna framlag til Norðausturvegar fyrir árið 2007 verði fært yfir á árið 2008 og verður framlag þess árs þá 700 milljónir króna.Þá er lagt til í frumvarpinu að þeim þremur milljörðum króna sem verja á til kaupa eða leigu á eftirlitsflugvél og fjölnota varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna verði varið þannig að 500 milljónir falli á þessu ári 2006, annað eins á næsta ári og tveir milljarðar árið 2008. Þá er enn fremur lagt til að hálfs milljarðs króna framlag í Fjarskiptasjóð falli á þessu ári í stað næsta árs.300 milljóna króna framlagtil Nýbyggingar fyrir Stofnun íslenskra fræða fyrir árið 2007 verður auk þess fært yfir á árið 2008 ef frumvarpið verður samþykkt og falla því samtals 600 milljónir króna til verkefnisins það ár.Í frumvarpinu er því samtals lagt til að 2,4 milljarðar af Landssímafénu sem ráðstafa átti á næsta ári verði fluttir til ársins 2008 og einn milljarður sem ráðstafa átti á næsta ári falli til á þessu ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fjármunum af söluandvirði Landssímans sem verja átti til gerðar Sundabrautar seinkar að hluta um eitt ár samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Upphaflega var áætlað að verja einum og hálfum milljarði króna til verksins á næst ári og 2,5 milljörðum árið 2008 en samkvæmt frumvarpinu verður aðeins 100 milljónum króna varið til Sundabrautar á næsta ári og 3.900 milljónum króna árið 2008.Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að 600 milljónum króna sem verja átti til gatnamóta við Nesbraut á næsta ári verði skipt á tvö ár, þ.e. 400 milljónir á næsta ári og 200 milljónir árið 2008. Í þriðja lagi er lagt til að til Tröllatunguvegar um Arnkötludal verði varið 200 milljónum króna árið 2007 og 600 milljónum árið 2008 í stað 400 milljóna hvort ár. Í fjórða lagi er svo lagt til að áður ákveðið 300 milljóna króna framlag til Norðausturvegar fyrir árið 2007 verði fært yfir á árið 2008 og verður framlag þess árs þá 700 milljónir króna.Þá er lagt til í frumvarpinu að þeim þremur milljörðum króna sem verja á til kaupa eða leigu á eftirlitsflugvél og fjölnota varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna verði varið þannig að 500 milljónir falli á þessu ári 2006, annað eins á næsta ári og tveir milljarðar árið 2008. Þá er enn fremur lagt til að hálfs milljarðs króna framlag í Fjarskiptasjóð falli á þessu ári í stað næsta árs.300 milljóna króna framlagtil Nýbyggingar fyrir Stofnun íslenskra fræða fyrir árið 2007 verður auk þess fært yfir á árið 2008 ef frumvarpið verður samþykkt og falla því samtals 600 milljónir króna til verkefnisins það ár.Í frumvarpinu er því samtals lagt til að 2,4 milljarðar af Landssímafénu sem ráðstafa átti á næsta ári verði fluttir til ársins 2008 og einn milljarður sem ráðstafa átti á næsta ári falli til á þessu ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira