Geir vill skýrari iðrun Árna 24. nóvember 2006 11:30 Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið. Gott gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðismanna, þar sem hann tryggði sér nokkuð öruggt þingsæti, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Árni sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf en alls var um tuttugu og tvö hegningarlagabrot að ræða. Árni kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrir skömmu þar sem hann sagði brot sín hafa verið tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á. Ummæli Árna hafa vakið sterk viðbrögð og Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur beðið Árna um að sýna auðmýkt þegar hann ræðir brot sín. Flokksmenn eru ekki allir sáttir við Árna og borið hefur á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins staðfestir að úrsagnir hafi borist, en vill ekki gefa upp hve margir hafa sagt sig úr flokknum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mál Árna í Íslandi í dag í gær. Geir sagði ummæli Árna ekki bara óheppileg heldur villandi, ekki sé hægt að tala um afbrot eins afbrot Árna sem tæknileg mistök. Geir sagði mikilvægt að Árni léti það koma fram með meira afgerandi hætti að hann iðrist brotanna en hann hyggst ræða málið við Árna. Í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í þessum mánuði sagði Geir að Árni Johnsen nyti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann. Kjörstjórn í prófkjörinu hefur ekki lokið störfum en hún stillir upp listanum út frá útkomu í prófkjörinu. Kjördæmisþing þarf svo að samþykkja listann. Þingið getur gert breytingar á listanum en fyrir síðustu Alþingiskosningar gerði þingið slíkar breytingar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær kjördæmisþingið kemur saman. Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið. Gott gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðismanna, þar sem hann tryggði sér nokkuð öruggt þingsæti, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Árni sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf en alls var um tuttugu og tvö hegningarlagabrot að ræða. Árni kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrir skömmu þar sem hann sagði brot sín hafa verið tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á. Ummæli Árna hafa vakið sterk viðbrögð og Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur beðið Árna um að sýna auðmýkt þegar hann ræðir brot sín. Flokksmenn eru ekki allir sáttir við Árna og borið hefur á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins staðfestir að úrsagnir hafi borist, en vill ekki gefa upp hve margir hafa sagt sig úr flokknum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mál Árna í Íslandi í dag í gær. Geir sagði ummæli Árna ekki bara óheppileg heldur villandi, ekki sé hægt að tala um afbrot eins afbrot Árna sem tæknileg mistök. Geir sagði mikilvægt að Árni léti það koma fram með meira afgerandi hætti að hann iðrist brotanna en hann hyggst ræða málið við Árna. Í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í þessum mánuði sagði Geir að Árni Johnsen nyti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann. Kjörstjórn í prófkjörinu hefur ekki lokið störfum en hún stillir upp listanum út frá útkomu í prófkjörinu. Kjördæmisþing þarf svo að samþykkja listann. Þingið getur gert breytingar á listanum en fyrir síðustu Alþingiskosningar gerði þingið slíkar breytingar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær kjördæmisþingið kemur saman.
Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira