Hinn 21 árs gamli Lewis Hamilton verður liðsfélagi heimsmeistarans Fernando Alonso hjá keppnisliði McLaren á næsta ári. Þetta var tilkynnt í dag og er Bretinn fyrsti þeldökki ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1. Hamilton hefur verið hjá McLaren til reynslu frá árinu 1998.
Forráðamenn McLaren liðsins viðurkenna að þessi ráðstöfun sé nokkuð áhættusöm, en segjast hafa fulla trú á Englendingnum unga.