Slaka verður á sönnunarkröfum vegna bótakrafna í samráðsmálum 7. desember 2006 13:33 MYND/KER Slaka verður á sönnunarkröfum í málum eins og máli Sigurðar Hreinssonar á hendur Keri að mati Neytendasamtakanna, en Ker var í gær sýknað af kröfum Sigurðar vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1995-2001. Sigurður var einn þeirra fjölmörgu sem sneru sér til Neytendasamtakanna þegar upp komst um olíusamráðið og ákváðu samtökin í framhaldi af því að greiða kostnað vegna málsóknar hans. Fram kemur á heimasíðu samtakanna að lagabreytingar sé þörf og vísað til þess að í dómnum hafi hluta krafnanna verið vísað frá með þeim rökstuðningi að stefnandi hefði getað aflað sér mats til stuðnings kröfum sínum. Neytendasamtökin segja ljóst að mat hagfræðinga á svona flóknu máli hefði kostað óhemju mikla fjármuni og ekki fyrir einstaklinga að leggja út í og reyndar ekki fyrir samtök með takmarkaða fjármuni á milli handanna. Neytendasamtökin segja dóminn mikið áfall fyrir neytendur enda hafi fjölmargar rannsóknir sýnt að samráð fyrirtækja leiði til hækkaðs verðs og þar með stórfellds tjóns fyrir neytendur. Þau benda á að gær, sama dag og dómurinn féll, hafi komið út skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar sem ber nafnið „Consumers' right of action in antitrust cases". Í henni sé meðal annars fjallað um breytingar sem nauðsynlegt sé að gera til að auðvelda neytendum að sækja bætur vegna samkeppnislagabrota. „Neytendasamtökin mælast til þess að stjórnvöld skoði þessa skýrslu gaumgæfilega, sérstaklega með hliðsjón af olíumálinu og geri viðeigandi breytingar á löggjöf svo að forðast megi að sambærilega staða komi upp aftur," segir á heimasíðunni Stjórn Neytendasamtakanna mun hittast síðdegis og ræða við Steinar Guðgeirsson sem flutti málið fyrir héraðsdómi, um hugsanlegt framhald málsins. Samráð olíufélaga Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Slaka verður á sönnunarkröfum í málum eins og máli Sigurðar Hreinssonar á hendur Keri að mati Neytendasamtakanna, en Ker var í gær sýknað af kröfum Sigurðar vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1995-2001. Sigurður var einn þeirra fjölmörgu sem sneru sér til Neytendasamtakanna þegar upp komst um olíusamráðið og ákváðu samtökin í framhaldi af því að greiða kostnað vegna málsóknar hans. Fram kemur á heimasíðu samtakanna að lagabreytingar sé þörf og vísað til þess að í dómnum hafi hluta krafnanna verið vísað frá með þeim rökstuðningi að stefnandi hefði getað aflað sér mats til stuðnings kröfum sínum. Neytendasamtökin segja ljóst að mat hagfræðinga á svona flóknu máli hefði kostað óhemju mikla fjármuni og ekki fyrir einstaklinga að leggja út í og reyndar ekki fyrir samtök með takmarkaða fjármuni á milli handanna. Neytendasamtökin segja dóminn mikið áfall fyrir neytendur enda hafi fjölmargar rannsóknir sýnt að samráð fyrirtækja leiði til hækkaðs verðs og þar með stórfellds tjóns fyrir neytendur. Þau benda á að gær, sama dag og dómurinn féll, hafi komið út skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar sem ber nafnið „Consumers' right of action in antitrust cases". Í henni sé meðal annars fjallað um breytingar sem nauðsynlegt sé að gera til að auðvelda neytendum að sækja bætur vegna samkeppnislagabrota. „Neytendasamtökin mælast til þess að stjórnvöld skoði þessa skýrslu gaumgæfilega, sérstaklega með hliðsjón af olíumálinu og geri viðeigandi breytingar á löggjöf svo að forðast megi að sambærilega staða komi upp aftur," segir á heimasíðunni Stjórn Neytendasamtakanna mun hittast síðdegis og ræða við Steinar Guðgeirsson sem flutti málið fyrir héraðsdómi, um hugsanlegt framhald málsins.
Samráð olíufélaga Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira