181 dagur 11. desember 2006 19:07 Mér telst til að Alþingi hafi setið 181 dag á þessu ári, semsagt innan við hálft ár. Þá tel ég með laugardaga og sunnudaga - þetta er tíminn þegar þing starfaði, fyrst frá miðjum janúar fram í maíbyrjun, síðan örfáa daga í byrjun júní og loks frá október fram í desember. Ég er ekki einn þeirra sem geri kröfur um að Alþingi sé sífellt að funda. Oft er náttúrlega verið að ræða hluti sem skipta engu máli eða semja frumvörp sem eru skaðleg fremur en hitt. Langur fundartími getur aldrei verið mælikvarði á þingstörfin. Það getur til dæmis alveg komið til greina að hafa þing sem samanstendur ekki af atvinnumönnum, heldur af fólki sem gegnir líka öðrum störfum úti í bæ. Samt ættu sumir að fá gott frí út úr þessu. Aðrir nota frítímann auðvitað til að auðga anda sinn, lesa bækur, pæla í hugmyndum, kynnast nýjum straumum. Ekki rétt? --- --- --- Fyrir nokkrum árum kom upp umræða um fánýti utanríkisþjónustunnar. Síðan þá hefur hún reyndar tútnað óskaplega út - mest í tíð Davíðs Oddssonar. Minnistæð eru þau orð Guðmundar Ólafssonar að í nútímanum séu sendiráð álíka nauðsynleg og uxakerrur - eða sagði hann ekki sirkabát það? Í þessu ljósi má líka skoða eilíf ferðalög þingmanna. Enginn þarf að segja mér að þau séu nauðsynleg á tíma internets, tölvupósts og fjarfundarbúnaðar. Það er sjálfsagt að eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir - en mikið af þessu virkar eins og Alþingi sé í aðra röndina ferðaklúbbur. Ég vona að þetta sé það sem Guðjón Ólafur Jónsson vildi segja í þinginu um daginn. Að honum hafi blöskrað frekar en að hann hafi verið að slá pólitískar keilur. Það var allavega merkilegt að sjá Halldór Blöndal og Steingrím J. sameinast um að setja ofan í við þingmanninn unga. Menn berjast yfirleitt af meiri ákafa fyrir hagsmunum sínum en hugsjónum. --- --- --- Kóklestin keyrði framhjá okkur Kára á laugardaginn með mikilli háreysti, amerískum jólalögum og svoleiðis. Kári vildi að við flýttum okkur burt. Ég spurði af hverju? "Ég verð svo sorgmæddur þegar ég heyri svona mikinn hávaða," svaraði fjögurra ára drengurinn mjóróma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Mér telst til að Alþingi hafi setið 181 dag á þessu ári, semsagt innan við hálft ár. Þá tel ég með laugardaga og sunnudaga - þetta er tíminn þegar þing starfaði, fyrst frá miðjum janúar fram í maíbyrjun, síðan örfáa daga í byrjun júní og loks frá október fram í desember. Ég er ekki einn þeirra sem geri kröfur um að Alþingi sé sífellt að funda. Oft er náttúrlega verið að ræða hluti sem skipta engu máli eða semja frumvörp sem eru skaðleg fremur en hitt. Langur fundartími getur aldrei verið mælikvarði á þingstörfin. Það getur til dæmis alveg komið til greina að hafa þing sem samanstendur ekki af atvinnumönnum, heldur af fólki sem gegnir líka öðrum störfum úti í bæ. Samt ættu sumir að fá gott frí út úr þessu. Aðrir nota frítímann auðvitað til að auðga anda sinn, lesa bækur, pæla í hugmyndum, kynnast nýjum straumum. Ekki rétt? --- --- --- Fyrir nokkrum árum kom upp umræða um fánýti utanríkisþjónustunnar. Síðan þá hefur hún reyndar tútnað óskaplega út - mest í tíð Davíðs Oddssonar. Minnistæð eru þau orð Guðmundar Ólafssonar að í nútímanum séu sendiráð álíka nauðsynleg og uxakerrur - eða sagði hann ekki sirkabát það? Í þessu ljósi má líka skoða eilíf ferðalög þingmanna. Enginn þarf að segja mér að þau séu nauðsynleg á tíma internets, tölvupósts og fjarfundarbúnaðar. Það er sjálfsagt að eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir - en mikið af þessu virkar eins og Alþingi sé í aðra röndina ferðaklúbbur. Ég vona að þetta sé það sem Guðjón Ólafur Jónsson vildi segja í þinginu um daginn. Að honum hafi blöskrað frekar en að hann hafi verið að slá pólitískar keilur. Það var allavega merkilegt að sjá Halldór Blöndal og Steingrím J. sameinast um að setja ofan í við þingmanninn unga. Menn berjast yfirleitt af meiri ákafa fyrir hagsmunum sínum en hugsjónum. --- --- --- Kóklestin keyrði framhjá okkur Kára á laugardaginn með mikilli háreysti, amerískum jólalögum og svoleiðis. Kári vildi að við flýttum okkur burt. Ég spurði af hverju? "Ég verð svo sorgmæddur þegar ég heyri svona mikinn hávaða," svaraði fjögurra ára drengurinn mjóróma.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun