Fjalakötturinn endurvakinn 18. desember 2006 21:28 Ég les í blaði að Hrönn Marinósdóttir ætli að fara að stofna kvikmyndaklúbb - vilji endurvekja nafnið Fjalaköttinn sem Friðrik Þór Friðriksson notaði á kvikmyndaklúbb sem starfaði í Tjarnarbíói á árunum 1975 til 1980. Ég segi bara eins Mogginn á hátíðarstund - það væri fagnaðarefni. Ég var fastagestur í kvikmyndaklúbbnum hjá Frikka. Þarna fékk maður alvöru kvikmyndauppeldi. Dagskráin var afar metnaðarfull; klúbbnum fór ekki að hnigna fyrr en nýjir stjórnendur reyndu að "létta" hana með allskyns tónlistarmyndum - sérstaklega myndum sem fjölluðu um pönk. En á blómatímanum sá maður þarna myndir eftir Bergman, Bunuel, Godard, Fellini, Welles, Eisenstein, Kurosawa og slíka meistara. Maður býr að þessu allt lífið. Svona myndir á maður helst að sjá á unglingsárum, meðan maður hefur ennþá þolinmæði og hrifnæmið er í lagi. Það koma aldrei til greina að ganga út af sýningum í Fjalakettinum, alveg sama hvað myndirnar voru leiðinlegar (því það voru þær vissulega sumar) eða myndgæðin léleg. Það var metnaðarmál að sitja alveg til enda. Bekkirnir í bíóinu voru harðir, stundum var funheitt þar inni og stundum skítkalt - ég er ekki viss um að ég hefði sama þolið núna. Leiðinlegasta myndin held ég að hafi verið ræma frá Íran þar sem maður horfði á skepnur deyja mjög hægum dauða í miklum þurrki. Minnir að myndin hafi verið þrír tímar. Eða var hún kannski frá Súdan? Hún var allavega mjög niðurdrepandi. En allt var þetta semsagt mjög þroskandi. Ég á þá ósk fyrir hönd svona klúbbs að hann leggi rækt við að sýna klassískar myndir, kafi ofan í kvikmyndasöguna, setji upp vandaðar dagskrár með myndum eftir stórmeistara og brautryðjendur greinarinnar, frá þeim tíma þegar kvikmyndir höfðu status sem list en ekki bara iðnaður - en ekki bara nýlegar költmyndir eða eitthvað sem þykir sniðugt. --- --- --- Sumt er náttúrlega hægt að finna á mynddiskum. Í HMV búðinni á Oxford Street í London er stórkostlegt úrval af diskum. Um daginn keypti ég þar safn með kvikmyndum eftir meistara ítalska nýraunsæisins. Þetta er stefna sem var við lýði á gullöld ítalskrar kvikmyndagerðar, stuttu eftir heimsstyrjöldina síðari. Þarna eru myndir eins og Reiðhjólaþjófarnir, Umberto D og Kraftaverkið í Mílanó eftir Vittorio de Sica, Róm, opin borg eftir Rosselini og I Vitelloni eftir Fellini. Þetta eru frábærar kvikmyndir. Stíllinn ótrúlega hreinn og tær, myndmálið einfalt en kröftugt. Það sem skín í gegn er húmanismi þessara leikstjóra, samlíðan þeirra með lítilmagnanum. Ég horfði tvisvar á Kraftaverkið í Mílanó. Upphafsatriði myndarinnar þegar drengsnáði gengur einn á eftir líkvagni dregnum af hesti um auðar borgargötur er eitt það stórkostlegasta sem ég hef séð - greipir sig inn í vitund manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Ég les í blaði að Hrönn Marinósdóttir ætli að fara að stofna kvikmyndaklúbb - vilji endurvekja nafnið Fjalaköttinn sem Friðrik Þór Friðriksson notaði á kvikmyndaklúbb sem starfaði í Tjarnarbíói á árunum 1975 til 1980. Ég segi bara eins Mogginn á hátíðarstund - það væri fagnaðarefni. Ég var fastagestur í kvikmyndaklúbbnum hjá Frikka. Þarna fékk maður alvöru kvikmyndauppeldi. Dagskráin var afar metnaðarfull; klúbbnum fór ekki að hnigna fyrr en nýjir stjórnendur reyndu að "létta" hana með allskyns tónlistarmyndum - sérstaklega myndum sem fjölluðu um pönk. En á blómatímanum sá maður þarna myndir eftir Bergman, Bunuel, Godard, Fellini, Welles, Eisenstein, Kurosawa og slíka meistara. Maður býr að þessu allt lífið. Svona myndir á maður helst að sjá á unglingsárum, meðan maður hefur ennþá þolinmæði og hrifnæmið er í lagi. Það koma aldrei til greina að ganga út af sýningum í Fjalakettinum, alveg sama hvað myndirnar voru leiðinlegar (því það voru þær vissulega sumar) eða myndgæðin léleg. Það var metnaðarmál að sitja alveg til enda. Bekkirnir í bíóinu voru harðir, stundum var funheitt þar inni og stundum skítkalt - ég er ekki viss um að ég hefði sama þolið núna. Leiðinlegasta myndin held ég að hafi verið ræma frá Íran þar sem maður horfði á skepnur deyja mjög hægum dauða í miklum þurrki. Minnir að myndin hafi verið þrír tímar. Eða var hún kannski frá Súdan? Hún var allavega mjög niðurdrepandi. En allt var þetta semsagt mjög þroskandi. Ég á þá ósk fyrir hönd svona klúbbs að hann leggi rækt við að sýna klassískar myndir, kafi ofan í kvikmyndasöguna, setji upp vandaðar dagskrár með myndum eftir stórmeistara og brautryðjendur greinarinnar, frá þeim tíma þegar kvikmyndir höfðu status sem list en ekki bara iðnaður - en ekki bara nýlegar költmyndir eða eitthvað sem þykir sniðugt. --- --- --- Sumt er náttúrlega hægt að finna á mynddiskum. Í HMV búðinni á Oxford Street í London er stórkostlegt úrval af diskum. Um daginn keypti ég þar safn með kvikmyndum eftir meistara ítalska nýraunsæisins. Þetta er stefna sem var við lýði á gullöld ítalskrar kvikmyndagerðar, stuttu eftir heimsstyrjöldina síðari. Þarna eru myndir eins og Reiðhjólaþjófarnir, Umberto D og Kraftaverkið í Mílanó eftir Vittorio de Sica, Róm, opin borg eftir Rosselini og I Vitelloni eftir Fellini. Þetta eru frábærar kvikmyndir. Stíllinn ótrúlega hreinn og tær, myndmálið einfalt en kröftugt. Það sem skín í gegn er húmanismi þessara leikstjóra, samlíðan þeirra með lítilmagnanum. Ég horfði tvisvar á Kraftaverkið í Mílanó. Upphafsatriði myndarinnar þegar drengsnáði gengur einn á eftir líkvagni dregnum af hesti um auðar borgargötur er eitt það stórkostlegasta sem ég hef séð - greipir sig inn í vitund manns.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun