Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir 4. mars 2007 07:00 Patrekur Jóhannesson fékk þungt högg í fyrri hálfleik og sneri ekki aftur á völlinn. MYND/Daníel Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu. Olís-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu.
Olís-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira