Celeb Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 6. mars 2007 06:00 Loks hefur það ræst sem marga grunaði: Angeline Jolie vill eignast eitt barn í viðbót við þau þrjú sem hún á fyrir. Það virðist ekki meira en vika síðan hún var ólétt, í gær var hún í flóttamannabúðum í Súdan og í dag er hún sem sagt komin til Víetnam til að ættleiða fjórða barnið. Röskari manneskja er vandfundin. Beyoncé er ekki með lifrarbólgu A, hjúkk! Ég var farin að óttast það versta. Frú Beckham er næstum búin að finna skóla fyrir syni sína þrjá, best líst henni á einn kaþólskan. Úr því litli drengurinn hennar er flogaveikur er eins gott að hún vandi valið. Britney er náttúrulega líka eitthvað lasin að raka svona hárið af sér, sennilega þjáist hún af fæðingarþunglyndi eins og hún lætur. Eins gott að Katie Holmes fékk það ekki, Tom hefði örugglega orðið fyrir svakalegum vonbrigðum! Annars fréttist að Britney sé í rosalega góðum málum núna en líka að hún sé í rosalega vondum málum. Þau Kevin eru kannski bara farin að digga saman aftur, enda hefur hann lýst ást sinni á henni og sagður sá eini sem hefur staðið við bakið á henni. Sumir hafa hann samt enn grunaðan um að vera bara á eftir peningum og frægð. Sem var einmitt það sem Önnu Nichole Smith hlotnaðist, hið síðarnefnda einkum eftir dauðann. Lögfræðingurinn og mamman hafa líka orðið fræg af opinberum rifrildum um barnið og líkið. Hver fékk líkið? Hver fær barnið? Sú var tíð að ég las í það minnsta tvær bækur á viku, allt frá sorpi að fagurbókmenntum og fræðiritum. Með barnafjöld, annríki og síauknum athyglisbresti hefur raunverulegur lestur orðið æ sjaldgæfari en viðvarandi þörf svalað í daglegri dagblaðahrúgu. Fljótlegustu fréttirnar eru oftast af fræga fólkinu sem margt er einmitt frægt fyrir að vera í fréttum. Nauðug viljug veit ég allt um ferðir Lindsay Lohan inn og út af meðferðarstofnunum, djammtúra Parisar Hilton og ástamál fólks sem ég hef ekki snefil af áhuga á. Að vera betur að sér í persónulegu brasi fræga fólksins en ættingja og vina sem enginn tími er til að sinna, bendir ekki til þess að maður hafi alveg höndlað upplýsingatæknina. Það verður spennandi að sjá hvort Angelina fær strák eða stelpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun
Loks hefur það ræst sem marga grunaði: Angeline Jolie vill eignast eitt barn í viðbót við þau þrjú sem hún á fyrir. Það virðist ekki meira en vika síðan hún var ólétt, í gær var hún í flóttamannabúðum í Súdan og í dag er hún sem sagt komin til Víetnam til að ættleiða fjórða barnið. Röskari manneskja er vandfundin. Beyoncé er ekki með lifrarbólgu A, hjúkk! Ég var farin að óttast það versta. Frú Beckham er næstum búin að finna skóla fyrir syni sína þrjá, best líst henni á einn kaþólskan. Úr því litli drengurinn hennar er flogaveikur er eins gott að hún vandi valið. Britney er náttúrulega líka eitthvað lasin að raka svona hárið af sér, sennilega þjáist hún af fæðingarþunglyndi eins og hún lætur. Eins gott að Katie Holmes fékk það ekki, Tom hefði örugglega orðið fyrir svakalegum vonbrigðum! Annars fréttist að Britney sé í rosalega góðum málum núna en líka að hún sé í rosalega vondum málum. Þau Kevin eru kannski bara farin að digga saman aftur, enda hefur hann lýst ást sinni á henni og sagður sá eini sem hefur staðið við bakið á henni. Sumir hafa hann samt enn grunaðan um að vera bara á eftir peningum og frægð. Sem var einmitt það sem Önnu Nichole Smith hlotnaðist, hið síðarnefnda einkum eftir dauðann. Lögfræðingurinn og mamman hafa líka orðið fræg af opinberum rifrildum um barnið og líkið. Hver fékk líkið? Hver fær barnið? Sú var tíð að ég las í það minnsta tvær bækur á viku, allt frá sorpi að fagurbókmenntum og fræðiritum. Með barnafjöld, annríki og síauknum athyglisbresti hefur raunverulegur lestur orðið æ sjaldgæfari en viðvarandi þörf svalað í daglegri dagblaðahrúgu. Fljótlegustu fréttirnar eru oftast af fræga fólkinu sem margt er einmitt frægt fyrir að vera í fréttum. Nauðug viljug veit ég allt um ferðir Lindsay Lohan inn og út af meðferðarstofnunum, djammtúra Parisar Hilton og ástamál fólks sem ég hef ekki snefil af áhuga á. Að vera betur að sér í persónulegu brasi fræga fólksins en ættingja og vina sem enginn tími er til að sinna, bendir ekki til þess að maður hafi alveg höndlað upplýsingatæknina. Það verður spennandi að sjá hvort Angelina fær strák eða stelpu.