Meirihlutinn heldur velli 29. apríl 2007 09:00 Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18. Kosningar 2007 Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Sjá meira
Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18.
Kosningar 2007 Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent