Hart deilt um Slóð fiðrildanna 23. júní 2007 12:00 Jón Þór segir aðkomu Baltasars hafa komið honum spánskt fyrir sjónir. „Ég er ekki lengur framleiðandi A Journey Home," segir Jón Þór Hannesson, fyrrum eigandi Saga Film, sem stefndi að því að gera kvikmynd eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Jón Þór hefur unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarin tvö ár og eytt að eigin sögn gríðarlegu fjármagni í að koma myndinni á koppinn. Jón Þór ber Baltasar Kormáki ekki vel söguna og að aðkoma leikstjórans hafi komið honum spánskt fyrir sjónir. „Baltasar var stjórnarmaður í stjórn Saga Film og fór á fund bandaríska framleiðandans Steven Haft að beiðni stjórnarinnar. Samband þeirra styrktist síðan þegar á leið og undir lokin var hann farinn að haga sér eins og hann ætti þetta verkefni. Þegar þetta komst upp var auðvitað talað við forsvarsmenn fyrirtækisins en lendingin varð sú að Baltasar var sagður úr stjórninni. Í farteskinu hafði hann hins vegar A Journey Home," lýsir Jón Þór yfir. „Mér finnst þetta í sannleika sagt alveg ótrúleg ósvífni því Saga Film hefur látið háar fjárhæðir af hendi rakna til að finna tökustaði og þess háttar," bætir hann við. „Mennirnir þarna úti töldu sig vera að tala við fulltrúa Saga Film en ekki Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra og eiganda Sagnar," segir Jón Þór og bætir því við að þetta hafi verið mjög óeðlileg vinnubrögð af hendi Baltasars. „Ég er ekki sár heldur meira hissa því ég taldi mig fyrst og fremst vera að gæta hagsmuna Saga Film." Baltasar Kormákur kannaðist við þessar ásakanir þegar Fréttablaðið náði tali af honum en vísaði þeim alfarið á bug. Hann hefði setið í stjórn Saga Film en þegar stjórnarskipti urðu hefði hann vikið úr stjórn. Hann ráðfærði sig jafnframt við Ara Edwald, forstjóra 365 hf., sem eiga meirihluta í Saga Film, og Ari fullvissaði hann um að þessi ákvörðun hefði ekkert með A Journey Home-málið að gera. Ari staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið. „Það er enginn pirringur út í Baltasar hjá 365. Og þessi mynd hafði ekkert með brotthvarf hans úr stjórninni að gera," segir Ari. „Ég veit ekki betur en að mál þessarar myndar séu í góðum farvegi," segir Ari. Baltasar Vísar öllu á bug. Steven Haft segir að Saga Film fái endurgreiddan þann kostnað sem fyrirtækið hafi lagt út við undirbúning myndarinnar þegar hann komi til landsins eftir rúman hálfan mánuð. Hann vísar því alfarið á bug að Baltasar hafi leikið tveimur skjöldum. Steven haft segir Baltasar hafa haft þá reynslu og þekkingu sem þeir hafi verið að leita að. „Jón Þór kynnti Baltasar fyrir mér sem mjög áhrifamikinn sjálfstæðan kvikmyndaframleiðanda en ekki sem fulltrúa Saga Film. Staðreyndin var einfaldlega sú að Saga Film hafði ekki það sem við vorum að leita að. Saga Film er eitt besta fyrirtækið á Íslandi þegar kemur að því að þjónusta stórmyndir en það var ekki það sem við þurftum. Við þurftum skapandi framleiðanda með reynslu af sjálfstæðri kvikmyndagerð og Baltasar hefur þá reynslu," segir Steven Haft sem vonast þó til að þetta mál skaði ekki samskipti þeirra við Saga Film. „Við höfum fullan hug á því að leita eftir aðstoð þeirra þegar myndin verður tekin upp hér á landi." Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er ekki lengur framleiðandi A Journey Home," segir Jón Þór Hannesson, fyrrum eigandi Saga Film, sem stefndi að því að gera kvikmynd eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Jón Þór hefur unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarin tvö ár og eytt að eigin sögn gríðarlegu fjármagni í að koma myndinni á koppinn. Jón Þór ber Baltasar Kormáki ekki vel söguna og að aðkoma leikstjórans hafi komið honum spánskt fyrir sjónir. „Baltasar var stjórnarmaður í stjórn Saga Film og fór á fund bandaríska framleiðandans Steven Haft að beiðni stjórnarinnar. Samband þeirra styrktist síðan þegar á leið og undir lokin var hann farinn að haga sér eins og hann ætti þetta verkefni. Þegar þetta komst upp var auðvitað talað við forsvarsmenn fyrirtækisins en lendingin varð sú að Baltasar var sagður úr stjórninni. Í farteskinu hafði hann hins vegar A Journey Home," lýsir Jón Þór yfir. „Mér finnst þetta í sannleika sagt alveg ótrúleg ósvífni því Saga Film hefur látið háar fjárhæðir af hendi rakna til að finna tökustaði og þess háttar," bætir hann við. „Mennirnir þarna úti töldu sig vera að tala við fulltrúa Saga Film en ekki Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra og eiganda Sagnar," segir Jón Þór og bætir því við að þetta hafi verið mjög óeðlileg vinnubrögð af hendi Baltasars. „Ég er ekki sár heldur meira hissa því ég taldi mig fyrst og fremst vera að gæta hagsmuna Saga Film." Baltasar Kormákur kannaðist við þessar ásakanir þegar Fréttablaðið náði tali af honum en vísaði þeim alfarið á bug. Hann hefði setið í stjórn Saga Film en þegar stjórnarskipti urðu hefði hann vikið úr stjórn. Hann ráðfærði sig jafnframt við Ara Edwald, forstjóra 365 hf., sem eiga meirihluta í Saga Film, og Ari fullvissaði hann um að þessi ákvörðun hefði ekkert með A Journey Home-málið að gera. Ari staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið. „Það er enginn pirringur út í Baltasar hjá 365. Og þessi mynd hafði ekkert með brotthvarf hans úr stjórninni að gera," segir Ari. „Ég veit ekki betur en að mál þessarar myndar séu í góðum farvegi," segir Ari. Baltasar Vísar öllu á bug. Steven Haft segir að Saga Film fái endurgreiddan þann kostnað sem fyrirtækið hafi lagt út við undirbúning myndarinnar þegar hann komi til landsins eftir rúman hálfan mánuð. Hann vísar því alfarið á bug að Baltasar hafi leikið tveimur skjöldum. Steven haft segir Baltasar hafa haft þá reynslu og þekkingu sem þeir hafi verið að leita að. „Jón Þór kynnti Baltasar fyrir mér sem mjög áhrifamikinn sjálfstæðan kvikmyndaframleiðanda en ekki sem fulltrúa Saga Film. Staðreyndin var einfaldlega sú að Saga Film hafði ekki það sem við vorum að leita að. Saga Film er eitt besta fyrirtækið á Íslandi þegar kemur að því að þjónusta stórmyndir en það var ekki það sem við þurftum. Við þurftum skapandi framleiðanda með reynslu af sjálfstæðri kvikmyndagerð og Baltasar hefur þá reynslu," segir Steven Haft sem vonast þó til að þetta mál skaði ekki samskipti þeirra við Saga Film. „Við höfum fullan hug á því að leita eftir aðstoð þeirra þegar myndin verður tekin upp hér á landi."
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp