Transformers - þrjár stjörnur Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 10. ágúst 2007 00:01 Bíó Transformers Leikstjóri: Michael Bay Aðalhlutverk: Shia Lebeouf, Megan Fox og Jon Voight Aðdáendur Transformers hafa beðið spenntir eftir því að sjá hvaða höndum Hollywood myndi fara um þessar ágætu teiknimynda- og leikfangahetjur níunda áratugarins. Vitað var að það yrði erfitt fyrir tölvubrellukarlana að endurskapa geimveruvélmennin á trúverðugan hátt fyrir hvíta tjaldið. Og nú hefur draumaverksmiðjan lagt verk sitt í dóm áhorfenda. Sagan hefst á plánetunni Cybertron þar sem hinir miskunnsömu Autobots undir stjórn Optimus Prime og hinir vægðarlausu Decepticons með Megatron í forsvari hafa barist um völdin. Styrjöldin nær hámarki þegar plánetan eyðist og orkugjafinn, The Cube, þeytist út í himinhvolfið og lendir á norðurhveli jarðar. Í kjölfarið hefst mikill eltingarleikur eftir orkustöðinni sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir jarðarbúa. Transformers verður seint sökuð um að vera frumleg. Til að mynda er aðalpersónan Sam karakter sem kvikmyndahúsagestir ættu að þekkja jafn vel og lófann á sér; feiminn og óframfærinn drengur, lagður í einelti af forheimskum íþróttabuffum en reynist vera með munninn fyrir neðan nefið, og Mikaela er ekki neitt skáldsagnarlegt afrek. Þau Shia LeBeouf og Megan Fox sleppa hins vegar ágætlega frá sínum hlutverkum og skemma ekki mikið fyrir, þótt þeim verði seint úthlutað styttu fyrir afrek sín á leiklistarsviðinu. Hið sama verður ekki sagt um tölvusnillinginn Maggie, leikna af hinni áströlsku Rachel Taylor, en leikkonan fer langt með að framleiða grænar bólur á bakinu og hitaköst í köldum kvikmyndasal þegar hún birtist á tjaldinu. Á móti má þó benda á skemmtilegar og oft bráðsmellnar aukapersónur eins og John Turturro í líki starfsmanns leynilegrar stofnunar bandarískra stjórnvalda (sem minnir vandræðalega á svæði 51 í Independence Day). Aðalhlutverkin eru þó fyrst og fremst í höndunum á hinum tölvugerðu vélmennum. Og þvílíkar brellur. Ekki verður tekið af snillingunum hjá Industrial Light and Magic að þeir hafa unnið stórsigur. Og að þeim skuli hafa tekist að endurskapa Transformers á þennan hátt er eitt og sér nægjanleg ástæðu til að berja myndina augum. Transformers er dæmigerður sumarsmellur, með dass af fimmaurabröndurum, slatta af sprengingum og urmulinn allan af áðurnefndum tæknibrellum. Hún reynir ekki um of á heilasellurnar og rennur því ljúflega niður með poppkorni og kók. Snillingarnir hjá Industrial Light and Magic framkalla sannkallað augnayndi með því að endurvekja Transformers á einstakan hátt. Að venju hefði mátt eyða meiri pening í innihald og handrit en varla er hægt að gera kröfur um slíkt þegar Michael Bay er annars vegar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó Transformers Leikstjóri: Michael Bay Aðalhlutverk: Shia Lebeouf, Megan Fox og Jon Voight Aðdáendur Transformers hafa beðið spenntir eftir því að sjá hvaða höndum Hollywood myndi fara um þessar ágætu teiknimynda- og leikfangahetjur níunda áratugarins. Vitað var að það yrði erfitt fyrir tölvubrellukarlana að endurskapa geimveruvélmennin á trúverðugan hátt fyrir hvíta tjaldið. Og nú hefur draumaverksmiðjan lagt verk sitt í dóm áhorfenda. Sagan hefst á plánetunni Cybertron þar sem hinir miskunnsömu Autobots undir stjórn Optimus Prime og hinir vægðarlausu Decepticons með Megatron í forsvari hafa barist um völdin. Styrjöldin nær hámarki þegar plánetan eyðist og orkugjafinn, The Cube, þeytist út í himinhvolfið og lendir á norðurhveli jarðar. Í kjölfarið hefst mikill eltingarleikur eftir orkustöðinni sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir jarðarbúa. Transformers verður seint sökuð um að vera frumleg. Til að mynda er aðalpersónan Sam karakter sem kvikmyndahúsagestir ættu að þekkja jafn vel og lófann á sér; feiminn og óframfærinn drengur, lagður í einelti af forheimskum íþróttabuffum en reynist vera með munninn fyrir neðan nefið, og Mikaela er ekki neitt skáldsagnarlegt afrek. Þau Shia LeBeouf og Megan Fox sleppa hins vegar ágætlega frá sínum hlutverkum og skemma ekki mikið fyrir, þótt þeim verði seint úthlutað styttu fyrir afrek sín á leiklistarsviðinu. Hið sama verður ekki sagt um tölvusnillinginn Maggie, leikna af hinni áströlsku Rachel Taylor, en leikkonan fer langt með að framleiða grænar bólur á bakinu og hitaköst í köldum kvikmyndasal þegar hún birtist á tjaldinu. Á móti má þó benda á skemmtilegar og oft bráðsmellnar aukapersónur eins og John Turturro í líki starfsmanns leynilegrar stofnunar bandarískra stjórnvalda (sem minnir vandræðalega á svæði 51 í Independence Day). Aðalhlutverkin eru þó fyrst og fremst í höndunum á hinum tölvugerðu vélmennum. Og þvílíkar brellur. Ekki verður tekið af snillingunum hjá Industrial Light and Magic að þeir hafa unnið stórsigur. Og að þeim skuli hafa tekist að endurskapa Transformers á þennan hátt er eitt og sér nægjanleg ástæðu til að berja myndina augum. Transformers er dæmigerður sumarsmellur, með dass af fimmaurabröndurum, slatta af sprengingum og urmulinn allan af áðurnefndum tæknibrellum. Hún reynir ekki um of á heilasellurnar og rennur því ljúflega niður með poppkorni og kók. Snillingarnir hjá Industrial Light and Magic framkalla sannkallað augnayndi með því að endurvekja Transformers á einstakan hátt. Að venju hefði mátt eyða meiri pening í innihald og handrit en varla er hægt að gera kröfur um slíkt þegar Michael Bay er annars vegar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira