Mikilvægir viðskiptavinir 14. september 2007 00:01 Sex ára gömul vinkona mín hóf skólagöngu sína á dögunum. Hún var ansi roggin með sig og þóttu þetta stór tímamót. Það þótti líka ýmsum fyrirtækjum úti í bæ, sem sáu sér leik á borði og hófu að senda barninu alls kyns glaðning í tilefni áfangans. Litla skólastelpan fékk dýrindis pennaveski frá ónefndum banka sem að sjálfsögðu var merkt bankanum í bak og fyrir. Frá öðru fyrirtæki barst enn stærri sending. Í þeim pakka var meðal annars nestisbox og húfa fyrir skólann prýdd merki fyrirtækisins. Sumum kann að þykja þetta höfðinglegt og eflaust býr einhver gjafmildi að baki, enda er bannað með lögum að beina markaðssetningu að börnum. Vinkona mín er hins vegar skynsöm stúlka og sér í gegnum góðmennskuna. Nú segir hún hverjum sem heyra vill að fyrirtækin séu bara að nota krakka til þess að auglýsa sig. Hún skildi gjafirnar eftir heima en varð svolítið svekkt þegar hún kom í skólann og sá alla hina krakkana veifandi fínu pennaveskjunum sem bankinn hafði verið svo góður að færa þeim. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi sex ára gamla vinkona mín talsverða reynslu af því að berjast við markaðsöflin. Sjálfri varð mér um og ó þegar ég fékk sendar heim gjafir frá bönkunum við útskrift mína úr háskóla og ég urraði af gremju þegar byggingavöruverslanirnar komust að því að ég væri búin að kaupa mér íbúð og hófu að senda mér gylliboð um rafmagnsborvélar, eldhúsinnréttingar og klósettrúllustanda. Vinkona mín er vön svoddan brellum. Á fimm ára afmælinu fékk hún fallegt afmæliskort frá bankanum sínum þar sem henni og foreldrum hennar var boðið að koma í næsta útibú og fá blöðrur, servíettur og hatta fyrir afmælisveisluna skreytt nafni bankans. Það er ekki amalegt fyrir fimm ára börn að geta haldið Glitnis-afmælisveislu eða Landsbanka-partí. Ég sakna þess tíma þegar fyrirtækin réðu ekki öllu. Þegar Reykjavíkurmaraþon hét bara Reykjavíkurmaraþon en ekki Reykjavíkurmaraþon Glitnis og þegar blöðrurnar sem maður fékk á 17. júní voru ekki merktar einu einasta fyrirtæki. Menn segja að markaðssetning sem þessi sé árangursrík. Mér þætti forvitnilegt að vita hversu margir sex ára fyrstu bekkingar hafa fært bankaviðskipti sín yfir í bankann sem splæsti í pennaveskin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun
Sex ára gömul vinkona mín hóf skólagöngu sína á dögunum. Hún var ansi roggin með sig og þóttu þetta stór tímamót. Það þótti líka ýmsum fyrirtækjum úti í bæ, sem sáu sér leik á borði og hófu að senda barninu alls kyns glaðning í tilefni áfangans. Litla skólastelpan fékk dýrindis pennaveski frá ónefndum banka sem að sjálfsögðu var merkt bankanum í bak og fyrir. Frá öðru fyrirtæki barst enn stærri sending. Í þeim pakka var meðal annars nestisbox og húfa fyrir skólann prýdd merki fyrirtækisins. Sumum kann að þykja þetta höfðinglegt og eflaust býr einhver gjafmildi að baki, enda er bannað með lögum að beina markaðssetningu að börnum. Vinkona mín er hins vegar skynsöm stúlka og sér í gegnum góðmennskuna. Nú segir hún hverjum sem heyra vill að fyrirtækin séu bara að nota krakka til þess að auglýsa sig. Hún skildi gjafirnar eftir heima en varð svolítið svekkt þegar hún kom í skólann og sá alla hina krakkana veifandi fínu pennaveskjunum sem bankinn hafði verið svo góður að færa þeim. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi sex ára gamla vinkona mín talsverða reynslu af því að berjast við markaðsöflin. Sjálfri varð mér um og ó þegar ég fékk sendar heim gjafir frá bönkunum við útskrift mína úr háskóla og ég urraði af gremju þegar byggingavöruverslanirnar komust að því að ég væri búin að kaupa mér íbúð og hófu að senda mér gylliboð um rafmagnsborvélar, eldhúsinnréttingar og klósettrúllustanda. Vinkona mín er vön svoddan brellum. Á fimm ára afmælinu fékk hún fallegt afmæliskort frá bankanum sínum þar sem henni og foreldrum hennar var boðið að koma í næsta útibú og fá blöðrur, servíettur og hatta fyrir afmælisveisluna skreytt nafni bankans. Það er ekki amalegt fyrir fimm ára börn að geta haldið Glitnis-afmælisveislu eða Landsbanka-partí. Ég sakna þess tíma þegar fyrirtækin réðu ekki öllu. Þegar Reykjavíkurmaraþon hét bara Reykjavíkurmaraþon en ekki Reykjavíkurmaraþon Glitnis og þegar blöðrurnar sem maður fékk á 17. júní voru ekki merktar einu einasta fyrirtæki. Menn segja að markaðssetning sem þessi sé árangursrík. Mér þætti forvitnilegt að vita hversu margir sex ára fyrstu bekkingar hafa fært bankaviðskipti sín yfir í bankann sem splæsti í pennaveskin.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun