Lúkasarmálið þvælist á milli sýslumanna 15. september 2007 00:01 Lúkas Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi meiðyrðamál Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um að drepa hundinn Lúkas, til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Á skrifstofu sýslumanns er meiðyrðamálið ekki talið hluti af því Lúkasarmáli sem rannsakað var fyrir norðan og snerist um illa meðferð á dýri. „Þetta hefur verið að vefjast fyrir okkur,“ segir Björn Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þetta mál eigi yfirleitt heima hjá okkur.“ Málið er flókið því brotin í hinu nýja Lúkasarmáli, hótanir og svívirðingar í garð Helga Rafns, voru framin á netinu. Sakamál eru yfirleitt rannsökuð í svokölluðu brotavarnarþingi, í þeirri sýslu þar sem brotið var framið. Í þessu tilfelli er enginn slíkur áþreifanlegur staður fyrir hendi. Einnig má rannsaka mál í heimilisvarnarþingi, það er þar sem hinn brotlegi á lögheimili. Ummæli netverja í garð Helga Rafns komu úr mörgum sýslum. Spurður segir Björn því allt eins hugsanlegt að málið verði rannsakað af öllum sýslumönnum landsins. Fordæmi fyrir viðlíka rannsókn finnast ekki og í ofanálag má efast um hver beri ábyrgð á meiðandi færslu. Það gæti verið sá sem skrifar ummælin, sá sem er skráður fyrir IP-númeri tölvunnar sem var notuð, sá sem heldur úti heimasíðunni sem birtir ummælin, eða sá sem hýsir heimasíðuna. Hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fátt um svör. „Brotavettvangur er á Akureyri,“ hafði símastúlka þó eftir fulltrúum þar. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en furðar sig á því að það sé statt á Akureyri. Brotin hafi farið fram á veraldarvefnum. Lúkasarmálið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi meiðyrðamál Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um að drepa hundinn Lúkas, til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Á skrifstofu sýslumanns er meiðyrðamálið ekki talið hluti af því Lúkasarmáli sem rannsakað var fyrir norðan og snerist um illa meðferð á dýri. „Þetta hefur verið að vefjast fyrir okkur,“ segir Björn Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þetta mál eigi yfirleitt heima hjá okkur.“ Málið er flókið því brotin í hinu nýja Lúkasarmáli, hótanir og svívirðingar í garð Helga Rafns, voru framin á netinu. Sakamál eru yfirleitt rannsökuð í svokölluðu brotavarnarþingi, í þeirri sýslu þar sem brotið var framið. Í þessu tilfelli er enginn slíkur áþreifanlegur staður fyrir hendi. Einnig má rannsaka mál í heimilisvarnarþingi, það er þar sem hinn brotlegi á lögheimili. Ummæli netverja í garð Helga Rafns komu úr mörgum sýslum. Spurður segir Björn því allt eins hugsanlegt að málið verði rannsakað af öllum sýslumönnum landsins. Fordæmi fyrir viðlíka rannsókn finnast ekki og í ofanálag má efast um hver beri ábyrgð á meiðandi færslu. Það gæti verið sá sem skrifar ummælin, sá sem er skráður fyrir IP-númeri tölvunnar sem var notuð, sá sem heldur úti heimasíðunni sem birtir ummælin, eða sá sem hýsir heimasíðuna. Hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fátt um svör. „Brotavettvangur er á Akureyri,“ hafði símastúlka þó eftir fulltrúum þar. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en furðar sig á því að það sé statt á Akureyri. Brotin hafi farið fram á veraldarvefnum.
Lúkasarmálið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira