Sækjum í dæmisögu Nordals Hafliði Helgason skrifar 17. september 2007 00:01 Sigurður Nordal var einn hinna stærri hugsuða sem Ísland hefur alið. Lífsverk hans á svið heimspeki og norrænna fræða er mikið að burðum og ríkt að innihaldi. Ein af eftirminnilegri dæmisögu Sigurðar, Ferðinni sem aldrei var farin, segir frá ungum manni sem borinn er til æðstu metorða og ríkidæmis. Forsendur hans eru allar hinar bestu, en í stað þess að nýta þroskakosti sína dvelur hann við hjóm og ólifnað daga og nætur. Hinum góða keisara Markúsi Árelíusi rennur þetta háttalag unga mannsins til rifja, enda þess fullviss að pilturinn sé góður efniviður. Í stuttu máli kallar Markús Árelíus piltinn fyrir sig og segir honum að hann ætli að senda hann í krefjandi og hættulegan leiðangur sem krefjist allra hans bestu eiginleika. Til að búa sig undir ferðina breytir ungi maðurinn lífi sínu og býr sig undir hið erfiða og krefjandi hlutskipti. Hann snýr frá ólifnaði og smátt og smátt fer honum að líka vel sinn nýi lífsstíll og verður farsæll maður. Ferðin boðaða var hins vegar aldrei farin. Sagan er klassísk og á ágætlega við nú um stöðu efnahagslífsins. Að baki er mikið blómaskeið þar sem smjör og hunang hefur dropið af hverju strái. Fram undan kunna að vera meira krefjandi tímar, jafnvel erfiðir ef óróleiki á alþjóðamarkaði verður langvarandi. Umræðan um evruna hefur verið áberandi að undanförnu. Þar er þegar ljóst að stórfyrirtækin munu yfirgefa krónuna bæði sem uppgjörsmynt og við skráningu hlutabréfa. Þetta er óhjákvæmileg þróun og fráleitt að amast við henni, nema á grundvelli lokunarhugmynda í ætt við gömlu Albaníu. Fylgjendur krónunnar og reyndar sumt hlutlaust raunsæisfólk hafa bent á að upptaka evru leysir ekki þann efnahagsvanda sem nú er glímt við. Þær athugasemdir eru hárréttar. Á hitt ber að líta að fram undan gæti verið óhjákvæmilegt ferðalag sem ekki verður farið með smáa mynt eins og krónuna í farteskinu. Þar mættu menn líta til Nordals og sækja í smiðju dæmisögunnar. Verkefni efnahagsstjórnarinnar er að búa sig undir þetta ferðalag, hvort sem það verður farið eða ekki. Með öðrum orðum þá á markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum að vera að Ísland uppfylli ávallt öll skilyrði Evrópusambandsins um aðild að myntbandalaginu. Sem þýðir að hér ríki stöðugleiki í grunninn. Hvort sá stöðugleiki dugi til að halda örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta verður síðan að koma í ljós. Ef okkur tekst að haga okkur með þessum hætti, þá er ekki ólíklegt að sama gerist og hjá manninum unga að hófstilltur og skynsamlegur lífsstíll verði að varanlegri dyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Sigurður Nordal var einn hinna stærri hugsuða sem Ísland hefur alið. Lífsverk hans á svið heimspeki og norrænna fræða er mikið að burðum og ríkt að innihaldi. Ein af eftirminnilegri dæmisögu Sigurðar, Ferðinni sem aldrei var farin, segir frá ungum manni sem borinn er til æðstu metorða og ríkidæmis. Forsendur hans eru allar hinar bestu, en í stað þess að nýta þroskakosti sína dvelur hann við hjóm og ólifnað daga og nætur. Hinum góða keisara Markúsi Árelíusi rennur þetta háttalag unga mannsins til rifja, enda þess fullviss að pilturinn sé góður efniviður. Í stuttu máli kallar Markús Árelíus piltinn fyrir sig og segir honum að hann ætli að senda hann í krefjandi og hættulegan leiðangur sem krefjist allra hans bestu eiginleika. Til að búa sig undir ferðina breytir ungi maðurinn lífi sínu og býr sig undir hið erfiða og krefjandi hlutskipti. Hann snýr frá ólifnaði og smátt og smátt fer honum að líka vel sinn nýi lífsstíll og verður farsæll maður. Ferðin boðaða var hins vegar aldrei farin. Sagan er klassísk og á ágætlega við nú um stöðu efnahagslífsins. Að baki er mikið blómaskeið þar sem smjör og hunang hefur dropið af hverju strái. Fram undan kunna að vera meira krefjandi tímar, jafnvel erfiðir ef óróleiki á alþjóðamarkaði verður langvarandi. Umræðan um evruna hefur verið áberandi að undanförnu. Þar er þegar ljóst að stórfyrirtækin munu yfirgefa krónuna bæði sem uppgjörsmynt og við skráningu hlutabréfa. Þetta er óhjákvæmileg þróun og fráleitt að amast við henni, nema á grundvelli lokunarhugmynda í ætt við gömlu Albaníu. Fylgjendur krónunnar og reyndar sumt hlutlaust raunsæisfólk hafa bent á að upptaka evru leysir ekki þann efnahagsvanda sem nú er glímt við. Þær athugasemdir eru hárréttar. Á hitt ber að líta að fram undan gæti verið óhjákvæmilegt ferðalag sem ekki verður farið með smáa mynt eins og krónuna í farteskinu. Þar mættu menn líta til Nordals og sækja í smiðju dæmisögunnar. Verkefni efnahagsstjórnarinnar er að búa sig undir þetta ferðalag, hvort sem það verður farið eða ekki. Með öðrum orðum þá á markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum að vera að Ísland uppfylli ávallt öll skilyrði Evrópusambandsins um aðild að myntbandalaginu. Sem þýðir að hér ríki stöðugleiki í grunninn. Hvort sá stöðugleiki dugi til að halda örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta verður síðan að koma í ljós. Ef okkur tekst að haga okkur með þessum hætti, þá er ekki ólíklegt að sama gerist og hjá manninum unga að hófstilltur og skynsamlegur lífsstíll verði að varanlegri dyggð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun