Veiðigjaldið burt Björgvin Guðmundsson skrifar 29. september 2007 00:01 Það sætir furðu að ríkisstjórnin skuli ekki hafa ákveðið strax í sumar að fella tímabundið niður veiðigjald á þorskveiðum eins og tilkynnt var í gær. Þá hefðu útgerðir landsins getað tekið það inn í áætlanir sínar þegar brugðist var við boðuðum aflasamdrætti. Niðurfelling veiðigjaldsins er eina raunhæfa leiðin til að koma til móts við þá sem niðurskurður þorskaflans bitnar mest á. Ekki ómarkvissar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem skila fáu nema óánægju víða um land. Peningum er dælt út í hagkerfið á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki. Ríki og sveitarfélög slá ekkert af í framkvæmdum til að auðvelda Seðlabankanum baráttuna við verðbólguna. Á sama tíma er kvartað yfir vaxtastefnu bankans og háu gengi krónunnar. Það er ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Í raun ætti ríkisstjórnin að stíga skrefið til fulls og fella veiðigjald niður fyrir fullt og allt. Útgerðarmenn hafa mikið til síns máls þegar þeir segja lítið réttlæti í að skattleggja eina atvinnugrein umfram aðra. Auðlindagjald leggst þar að auki þyngst á landsbyggðarfyrirtækin, sem flestir vilja standa vörð um. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft framhjá. Allt hjal um verndun sjávarbyggða er marklaust nema þingmenn berjist samhliða gegn þessu gjaldi. Umræða um sjávarútvegsmál ristir ávallt djúpt í sálarlíf Íslendinga. Það kemur ekki á óvart. Þessi atvinnugrein átti stærstan þátt í að bæta lífskjör í landinu á síðustu öld. Sjómenn voru hetjur hafsins og útgerðarmenn bjargvættir byggðarlaga. Uppsagnir fólks sem starfar í sjávarútvegi koma sér mjög illa fyrir marga. Útlit er fyrir að fleiri verði sagt upp, útgerðir sameinist og sjómönnum fækki. Um aldamótin störfuðu um 11.200 manns í fiskvinnslu og á sjó utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Um síðustu áramót voru þetta um 6.800 manns. Þessi þróun mun halda áfram. Við þurfum einfaldlega ekki eins margar hendur til að vinna sömu verðmæti. Góð samkeppnisstaða sjávarútvegsins á alþjóðlegum mörkuðum byggir á þessum árangri. Þessi niðurstaða er þrotlausri vinnu og útsjónarsemi fólks í sjávarútvegi að þakka. Í ljósi erfiðleikanna nú er mikilvægt að inngrip ríkisins verði í lágmarki. Sértækar aðgerðir hafa aldrei skilað neinu. Styrkja ber kvótakerfið í sessi, einfalda það og afnema alla byggðakvóta og línuívilnanir. Um leið verða útgerðarmenn að axla meiri ábyrgð. Það þýðir ekki að gagnrýna pólitíska íhlutun um leið og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna gefur í skyn að fella beri gengi krónunnar með handafli. Það er eins og tal úr fornöld. Sem betur fer stjórnast peningastefna Seðlabankans ekki lengur af hagsmunum sjávarútvegsins heldur almennings. Að sama skapi er furðulegt að heyra Friðrik J. Arngrímsson kvarta yfir því að of litlu fé sé varið í hafrannsóknir. Almenningur þurfi að reiða fram hundruð milljóna til að standa straum af þeim. Útgerðarmenn eiga sjálfir að kosta rannsóknir á auðlindum sem þeir nýta og vilja ávaxta til framtíðar. Ekki almenningur. Þeir eiga líka að kosta eftirlit með veiðum og koma með tillögur um heildarafla fiskiskipa hvert ár. Fleiri dæmi sýna að verndun auðlinda er betur komin hjá einstaklingum en ríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Það sætir furðu að ríkisstjórnin skuli ekki hafa ákveðið strax í sumar að fella tímabundið niður veiðigjald á þorskveiðum eins og tilkynnt var í gær. Þá hefðu útgerðir landsins getað tekið það inn í áætlanir sínar þegar brugðist var við boðuðum aflasamdrætti. Niðurfelling veiðigjaldsins er eina raunhæfa leiðin til að koma til móts við þá sem niðurskurður þorskaflans bitnar mest á. Ekki ómarkvissar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem skila fáu nema óánægju víða um land. Peningum er dælt út í hagkerfið á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki. Ríki og sveitarfélög slá ekkert af í framkvæmdum til að auðvelda Seðlabankanum baráttuna við verðbólguna. Á sama tíma er kvartað yfir vaxtastefnu bankans og háu gengi krónunnar. Það er ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Í raun ætti ríkisstjórnin að stíga skrefið til fulls og fella veiðigjald niður fyrir fullt og allt. Útgerðarmenn hafa mikið til síns máls þegar þeir segja lítið réttlæti í að skattleggja eina atvinnugrein umfram aðra. Auðlindagjald leggst þar að auki þyngst á landsbyggðarfyrirtækin, sem flestir vilja standa vörð um. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft framhjá. Allt hjal um verndun sjávarbyggða er marklaust nema þingmenn berjist samhliða gegn þessu gjaldi. Umræða um sjávarútvegsmál ristir ávallt djúpt í sálarlíf Íslendinga. Það kemur ekki á óvart. Þessi atvinnugrein átti stærstan þátt í að bæta lífskjör í landinu á síðustu öld. Sjómenn voru hetjur hafsins og útgerðarmenn bjargvættir byggðarlaga. Uppsagnir fólks sem starfar í sjávarútvegi koma sér mjög illa fyrir marga. Útlit er fyrir að fleiri verði sagt upp, útgerðir sameinist og sjómönnum fækki. Um aldamótin störfuðu um 11.200 manns í fiskvinnslu og á sjó utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Um síðustu áramót voru þetta um 6.800 manns. Þessi þróun mun halda áfram. Við þurfum einfaldlega ekki eins margar hendur til að vinna sömu verðmæti. Góð samkeppnisstaða sjávarútvegsins á alþjóðlegum mörkuðum byggir á þessum árangri. Þessi niðurstaða er þrotlausri vinnu og útsjónarsemi fólks í sjávarútvegi að þakka. Í ljósi erfiðleikanna nú er mikilvægt að inngrip ríkisins verði í lágmarki. Sértækar aðgerðir hafa aldrei skilað neinu. Styrkja ber kvótakerfið í sessi, einfalda það og afnema alla byggðakvóta og línuívilnanir. Um leið verða útgerðarmenn að axla meiri ábyrgð. Það þýðir ekki að gagnrýna pólitíska íhlutun um leið og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna gefur í skyn að fella beri gengi krónunnar með handafli. Það er eins og tal úr fornöld. Sem betur fer stjórnast peningastefna Seðlabankans ekki lengur af hagsmunum sjávarútvegsins heldur almennings. Að sama skapi er furðulegt að heyra Friðrik J. Arngrímsson kvarta yfir því að of litlu fé sé varið í hafrannsóknir. Almenningur þurfi að reiða fram hundruð milljóna til að standa straum af þeim. Útgerðarmenn eiga sjálfir að kosta rannsóknir á auðlindum sem þeir nýta og vilja ávaxta til framtíðar. Ekki almenningur. Þeir eiga líka að kosta eftirlit með veiðum og koma með tillögur um heildarafla fiskiskipa hvert ár. Fleiri dæmi sýna að verndun auðlinda er betur komin hjá einstaklingum en ríkinu.