Vín í búðir! Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Hávær hópur úrtölumanna reynir nú að öskra niður Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann og aðra flutningsmenn frumvarps um að leyfa að selja bjór og léttvín í búðum. Voði sé á ferð. Ég spyr: Ætlið þið þá ekki að banna bjórinn aftur? Þið notuðuð sömu rök fyrir tuttugu árum gegn Geir H. Haarde og öðrum flutningsmönnum frumvarps um að leyfa bjórsölu. Heimurinn hlyti að farast í nýju áfengisflóði. En ekkert gerðist, þegar bjórbanninu var hnekkt, annað en það, að víndrykkja, sem áður mældist ekki í opinberum tölum, kom fram og að drykkjusiðir Íslendinga bötnuðu, eins og allir geta borið vitni um, sem komnir eru yfir miðjan aldur. Með bjórbanninu var fólki mismunað: Þeir, sem áttu oft erindi til útlanda, gátu jafnan útvegað sér bjór. Aðrir urðu að hafa miklu meira fyrir því að kaupa hann. Með núgildandi sölubanni í venjulegum búðum er fólki líka mismunað: Þeir, sem eiga heima langt frá ríkisbúðunum, eiga erfiðara með að útvega sér léttvín með mat eða bjór yfir sjónvarpi en aðrir.Stórt smámálÚrtölumennirnir vilja vegna áfengisbölsins banna sölu bjórs og léttvíns í venjulegum búðum. Ég spyr: Hvers vegna viljið þið þá leyfa hana í ríkisbúðunum, sem hefur snarfjölgað síðustu ár, um leið og úrval hefur þar batnað? Er ekki nær, að við hættum að öskra hvert á annað og komumst að samkomulagi? Hér er tillaga: Þeir menn, sem ekki vilja kaupa bjór og léttvín í venjulegum búðum, fá leyfi okkar hinna til að gera það ekki og kaupa þennan varning alls ekki eða kaupa hann aðeins í ríkisbúðunum. Hinir, sem vilja fá að kaupa bjór og léttvín í venjulegum búðum, fá hins vegar leyfi til að gera það. Hver gerir þá það, sem honum líkar. Verða ekki allir ánægðir?Ég er bindindismaður fyrir sjálfan mig, ekki fyrir aðra, sagði Guðmundur Magnússon hagfræðiprófessor. Mikil speki er fólgin í þessum orðum. Þótt sölubannið í búðum sé vissulega smámál, er það um leið stórmál, þegar sumir ætla eftir geðþótta sínum að ráða því beint eða óbeint, hvað aðrir drekka með mat eða yfir sjónvarpi.Miðum reglur við venjulegt fólkHeimurinn ferst ekki í nýju áfengisflóði, þótt reglur um sölu léttvíns og bjórs verði rýmkaðar. Árni Pálsson prófessor sagði, að rónarnir mættu ekki koma óorði á vínið. Við tökum ekki málfrelsi af öllum, þótt sumir misnoti það. Á sama hátt hljótum við að miða reglur um sölu léttvíns og bjórs við venjulegt fólk, sem vill gjarnan fá að stinga einni flösku af léttvíni niður í matarkörfuna í kjörbúðinni, ef það á von á gestum um kvöldið, í stað þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð í ríkisbúðina, sem oft er langt í burtu. Við getum ekki látið þetta fólk gjalda þess, að sumir aðrir vilja fara beina leið til helvítis og nota til þess ýmist áfengi eða önnur efni. Þeir menn verða alltaf til. Á að refsa venjulegu fólki fyrir það?Ekki er heldur verið að ana út í neitt ævintýri. Það er vitað, hvaða afleiðingar hefur að selja léttvín og bjór í venjulegum búðum. Þetta er gert í langflestum löndum, sem Íslendingar sækja heim, án þess að neitt hafi þar breyst til hins verra. Raunar virðist mér, að vínmenning verði því betri sem reglur um meðferð víns eru frjálslegri.Bætum víni við vatnÞað má áfengið eiga, að það hefur engum gert mein að fyrra bragði, eins og Tómas Guðmundsson skáld benti hógværlega á. Það er hvorki því né venjulegu fólki, sem notar léttvín og bjór í hófi, að kenna, að illa fer fyrir sumum í lífinu.Ekki er heldur úr vegi að minna á, að nýjar rannsóknir sýna, að það sé fólki beinlínis hollt að drekka hæfilega mikið rauðvín, því að þá dragi úr hjartasjúkdómum. Það er leitun að drykk, sem er í senn hollur og eykur vellíðan, og full ástæða til að auðvelda aðgang að honum fremur en torvelda.Í brúðkaupinu í Kana forðum breytti Kristur vatni í vín við mikinn fögnuð. Nú er kominn tími til að bæta víni við vatn í kjörbúðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun
Hávær hópur úrtölumanna reynir nú að öskra niður Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann og aðra flutningsmenn frumvarps um að leyfa að selja bjór og léttvín í búðum. Voði sé á ferð. Ég spyr: Ætlið þið þá ekki að banna bjórinn aftur? Þið notuðuð sömu rök fyrir tuttugu árum gegn Geir H. Haarde og öðrum flutningsmönnum frumvarps um að leyfa bjórsölu. Heimurinn hlyti að farast í nýju áfengisflóði. En ekkert gerðist, þegar bjórbanninu var hnekkt, annað en það, að víndrykkja, sem áður mældist ekki í opinberum tölum, kom fram og að drykkjusiðir Íslendinga bötnuðu, eins og allir geta borið vitni um, sem komnir eru yfir miðjan aldur. Með bjórbanninu var fólki mismunað: Þeir, sem áttu oft erindi til útlanda, gátu jafnan útvegað sér bjór. Aðrir urðu að hafa miklu meira fyrir því að kaupa hann. Með núgildandi sölubanni í venjulegum búðum er fólki líka mismunað: Þeir, sem eiga heima langt frá ríkisbúðunum, eiga erfiðara með að útvega sér léttvín með mat eða bjór yfir sjónvarpi en aðrir.Stórt smámálÚrtölumennirnir vilja vegna áfengisbölsins banna sölu bjórs og léttvíns í venjulegum búðum. Ég spyr: Hvers vegna viljið þið þá leyfa hana í ríkisbúðunum, sem hefur snarfjölgað síðustu ár, um leið og úrval hefur þar batnað? Er ekki nær, að við hættum að öskra hvert á annað og komumst að samkomulagi? Hér er tillaga: Þeir menn, sem ekki vilja kaupa bjór og léttvín í venjulegum búðum, fá leyfi okkar hinna til að gera það ekki og kaupa þennan varning alls ekki eða kaupa hann aðeins í ríkisbúðunum. Hinir, sem vilja fá að kaupa bjór og léttvín í venjulegum búðum, fá hins vegar leyfi til að gera það. Hver gerir þá það, sem honum líkar. Verða ekki allir ánægðir?Ég er bindindismaður fyrir sjálfan mig, ekki fyrir aðra, sagði Guðmundur Magnússon hagfræðiprófessor. Mikil speki er fólgin í þessum orðum. Þótt sölubannið í búðum sé vissulega smámál, er það um leið stórmál, þegar sumir ætla eftir geðþótta sínum að ráða því beint eða óbeint, hvað aðrir drekka með mat eða yfir sjónvarpi.Miðum reglur við venjulegt fólkHeimurinn ferst ekki í nýju áfengisflóði, þótt reglur um sölu léttvíns og bjórs verði rýmkaðar. Árni Pálsson prófessor sagði, að rónarnir mættu ekki koma óorði á vínið. Við tökum ekki málfrelsi af öllum, þótt sumir misnoti það. Á sama hátt hljótum við að miða reglur um sölu léttvíns og bjórs við venjulegt fólk, sem vill gjarnan fá að stinga einni flösku af léttvíni niður í matarkörfuna í kjörbúðinni, ef það á von á gestum um kvöldið, í stað þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð í ríkisbúðina, sem oft er langt í burtu. Við getum ekki látið þetta fólk gjalda þess, að sumir aðrir vilja fara beina leið til helvítis og nota til þess ýmist áfengi eða önnur efni. Þeir menn verða alltaf til. Á að refsa venjulegu fólki fyrir það?Ekki er heldur verið að ana út í neitt ævintýri. Það er vitað, hvaða afleiðingar hefur að selja léttvín og bjór í venjulegum búðum. Þetta er gert í langflestum löndum, sem Íslendingar sækja heim, án þess að neitt hafi þar breyst til hins verra. Raunar virðist mér, að vínmenning verði því betri sem reglur um meðferð víns eru frjálslegri.Bætum víni við vatnÞað má áfengið eiga, að það hefur engum gert mein að fyrra bragði, eins og Tómas Guðmundsson skáld benti hógværlega á. Það er hvorki því né venjulegu fólki, sem notar léttvín og bjór í hófi, að kenna, að illa fer fyrir sumum í lífinu.Ekki er heldur úr vegi að minna á, að nýjar rannsóknir sýna, að það sé fólki beinlínis hollt að drekka hæfilega mikið rauðvín, því að þá dragi úr hjartasjúkdómum. Það er leitun að drykk, sem er í senn hollur og eykur vellíðan, og full ástæða til að auðvelda aðgang að honum fremur en torvelda.Í brúðkaupinu í Kana forðum breytti Kristur vatni í vín við mikinn fögnuð. Nú er kominn tími til að bæta víni við vatn í kjörbúðum.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun