Trúaruppeldi Björgvin Guðmundsson skrifar 3. desember 2007 10:27 Umburðarlyndi og siðgæðisvitund verður ekki til í tómarúmi. Við þurfum að ræða gildi okkar og fræðast um sjónarmið annarra til að þroska með okkur lífsviðhorf sem við byggjum ákvarðanir okkar á. Þetta mótunarferli byrjar strax á unga aldri og er margbreytilegt. Auðvitað hafa foreldrar mikil áhrif á börn sín enda traust alla jafna mikið þar á milli. En stofnanir hins opinbera, sem hafa freklega tekið að sér stórt hlutverk í uppeldi ungs fólks, gegna einnig stóru hlutverki. Það er jákvætt sem fram kemur í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að ekki verði lengur talað um að starfshættir skóla mótist af kristilegu siðgæði. Er þess í stað vísað til jafnréttis, ábyrgðar, umhyggju, sáttfýsi og virðingar fyrir manngildum. Nauðsynlegt er að taka tillit til hvers einasta einstaklings í hinu opinbera skólakerfi. Trúfrelsið snýst ekki bara um rétt manna til að iðka sína trú. Það snýst líka um rétt fólks til að vera laust undan trúboði annarra kjósi það svo. Í raun má segja að brotið sé á þeim rétti í dag. Vissulega er hverjum Íslendingi frjálst að greiða sóknargjöld til þess trúfélags sem hann kýs eða sleppa því, en þá renna greiðslur til Háskóla Íslands. Hins vegar greiða allir skattgreiðendur, hverrar trúar sem þeir eru, laun presta þjóðkirkjunnar. Hægt er að líta á það sem brot á mannréttindum. Mannréttindi snúast ekki um meirihluta eða minnihluta eins og sumir virðast halda. Mannréttindi eru bundin við hvern og einn einstakling og eru algild. Þó að meirihluti íslensku þjóðarinnar aðhyllist kristna trú er ekki hægt að neyða alla til að taka þátt í boðun hennar. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar felst einmitt vörn minnihlutans gegn ofríki meirihlutans. Biskup Íslands sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins fyrir helgi að hörð atlaga væri nú gerð að áhrifum kristni og kirkju í skólum landsins. Andstæðingar trúarinnar væru duglegir og foreldrar sem aðhylltust kristna trú ættu að láta í sér heyra og láta ekki hrekja sig út. Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, benti réttilega á að þetta væri ekki spurning um magn eða fjölda. Þetta er spurning um rétt hvers og eins einstaklings. Hvorki Siðmennt né aðrir, sem hafa bent á stöðu þjóðkirkjunnar innan menntastofnana, vilja trúna út. Trúarbragðafræðsla á rétt á sér í skólum eins og önnur fræðsla. Þannig lærum við að þekkja viðhorf og lífsgildi annarra. Dauðhreinsun á trúarbrögðum er ekki lausnin. Þá er hægt að fræðast um jólin og páskana eins og hátíðir annarra trúarbragða en kristinnar. Trúaruppeldi á hins vegar að vera á höndum foreldra en ekki skólanna. Það á ekki að setja börn og forráðamenn þeirra í erfiða stöðu þegar velja skal hvort barnið taki þátt í trúarlegu starfi eða ekki. Utan skólatíma hafa foreldrar val um að sækja fjölbreytta dagskrá þjóðkirkjunnar með börnum sínum. Æskulýðsstarf kirkjunnar er öflugt og þar starfa fjölmargir frábærir prestar sem hafa mikið fram að færa. Það er rétt að flestir Íslendingar tilheyra þjóðkirkjunni. Starf kirkjunnar er síst minna mikilvægt í dag en áður. Boðskapur trúarinnar fær fólk til að staldra við og íhuga gildi sín. Sá boðskapur á erindi við börn með milligöngu foreldra en ekki opinberra stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Umburðarlyndi og siðgæðisvitund verður ekki til í tómarúmi. Við þurfum að ræða gildi okkar og fræðast um sjónarmið annarra til að þroska með okkur lífsviðhorf sem við byggjum ákvarðanir okkar á. Þetta mótunarferli byrjar strax á unga aldri og er margbreytilegt. Auðvitað hafa foreldrar mikil áhrif á börn sín enda traust alla jafna mikið þar á milli. En stofnanir hins opinbera, sem hafa freklega tekið að sér stórt hlutverk í uppeldi ungs fólks, gegna einnig stóru hlutverki. Það er jákvætt sem fram kemur í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að ekki verði lengur talað um að starfshættir skóla mótist af kristilegu siðgæði. Er þess í stað vísað til jafnréttis, ábyrgðar, umhyggju, sáttfýsi og virðingar fyrir manngildum. Nauðsynlegt er að taka tillit til hvers einasta einstaklings í hinu opinbera skólakerfi. Trúfrelsið snýst ekki bara um rétt manna til að iðka sína trú. Það snýst líka um rétt fólks til að vera laust undan trúboði annarra kjósi það svo. Í raun má segja að brotið sé á þeim rétti í dag. Vissulega er hverjum Íslendingi frjálst að greiða sóknargjöld til þess trúfélags sem hann kýs eða sleppa því, en þá renna greiðslur til Háskóla Íslands. Hins vegar greiða allir skattgreiðendur, hverrar trúar sem þeir eru, laun presta þjóðkirkjunnar. Hægt er að líta á það sem brot á mannréttindum. Mannréttindi snúast ekki um meirihluta eða minnihluta eins og sumir virðast halda. Mannréttindi eru bundin við hvern og einn einstakling og eru algild. Þó að meirihluti íslensku þjóðarinnar aðhyllist kristna trú er ekki hægt að neyða alla til að taka þátt í boðun hennar. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar felst einmitt vörn minnihlutans gegn ofríki meirihlutans. Biskup Íslands sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins fyrir helgi að hörð atlaga væri nú gerð að áhrifum kristni og kirkju í skólum landsins. Andstæðingar trúarinnar væru duglegir og foreldrar sem aðhylltust kristna trú ættu að láta í sér heyra og láta ekki hrekja sig út. Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, benti réttilega á að þetta væri ekki spurning um magn eða fjölda. Þetta er spurning um rétt hvers og eins einstaklings. Hvorki Siðmennt né aðrir, sem hafa bent á stöðu þjóðkirkjunnar innan menntastofnana, vilja trúna út. Trúarbragðafræðsla á rétt á sér í skólum eins og önnur fræðsla. Þannig lærum við að þekkja viðhorf og lífsgildi annarra. Dauðhreinsun á trúarbrögðum er ekki lausnin. Þá er hægt að fræðast um jólin og páskana eins og hátíðir annarra trúarbragða en kristinnar. Trúaruppeldi á hins vegar að vera á höndum foreldra en ekki skólanna. Það á ekki að setja börn og forráðamenn þeirra í erfiða stöðu þegar velja skal hvort barnið taki þátt í trúarlegu starfi eða ekki. Utan skólatíma hafa foreldrar val um að sækja fjölbreytta dagskrá þjóðkirkjunnar með börnum sínum. Æskulýðsstarf kirkjunnar er öflugt og þar starfa fjölmargir frábærir prestar sem hafa mikið fram að færa. Það er rétt að flestir Íslendingar tilheyra þjóðkirkjunni. Starf kirkjunnar er síst minna mikilvægt í dag en áður. Boðskapur trúarinnar fær fólk til að staldra við og íhuga gildi sín. Sá boðskapur á erindi við börn með milligöngu foreldra en ekki opinberra stofnana.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun