Afgangurinn fer ofan í smáfuglana 4. desember 2007 00:01 „Burtséð frá öllum hefðum, bakstri og hreingerningum er aðalmálið að eiga gleðileg jól,“ segir Elín á Torfalæk. „Áður fyrr var ég nokkuð dugleg að baka – ekki síst á sumrin og veitti ekki af á stóru sveitaheimili. Ég vildi líka gjarnan vera viðbúin og eiga með kaffinu þegar gesti bar að garði sem var æði oft á árum áður enda bærinn okkar í þjóðbraut,“ segir Elín G. Sigurðardóttir á Torfalæk, safnstjóri Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Hún segir baksturinn hafa dregist saman hjá sér með árunum en þó séu fimm smákökusortir sem hún baki fyrir hver jól. „Mömmukökur, Siggakökur, bóndakökur, kókóstoppar og Strassborgarar hafa alltaf tilheyrt jólunum hjá mér og svo finnst mér alveg nauðsynlegt að eiga lagtertur, hvíta með sultu og brúna með kremi. Tertubotnar eru alveg farnir útaf listanum hjá mér og auðvitað sitthvað fleira,“ segir hún og viðurkennir að stundum lendi afgangurinn af jólabrauðinu ofan í smáfuglana í mars. Elín bendir á að tímarnir hafi breyst og úrval af kökum sé alltaf að aukast í búðum og bakaríum. „Nú getum við keypt þær smákökur sem við viljum fyrir jólin, ljómandi góðar og fallegar og mér er til efs að að borgi sig að baka þær heima ef tíminn er metinn til fjár. Samt lifa hefðirnar hjá þorra fólks og það bakar sömu sortirnar á hverju ári fyrir blessuð jólin – jafnvel þótt bæði konur og menn séu í kapphlaupi við tímann. En burtséð frá öllum hefðum, bakstri og hreingerningum er nú aðalmálið að eiga gleðileg jól.“ [email protected]Vegna þess að sumum finnst svolítið snúið að búa til brúna lagtertu þá lætur Elín fljóta með góða og þægilega uppskrift sem er hrærð og ekki þarf að hnoða. Brúnterta 250 g smjörlíki 400 g sykur 3 egg. 500 g hveiti 3 tsk. kanill 2 tsk. natron 1 1/2 tsk. negull 3 msk. kakó 3 dl mjólk Smjörlíki og sykur hrært saman, einu eggi í einu bætt við, síðan þurrefnunum og vætt í með mjólkinni. Deginu smurt á fjórar plötur sem annað hvort eru smurðar vel og hveitistráðar eða klæddar bökunarpappír. Þegar kökurnar hafa kólnað er búið til krem úr smjöri, flórsykri og örlitlu heitu vatni og sett á milli. Þá er komin fjögurra laga kaka sem gott er að skera í sundur í nokkra bita og geyma í frysti þar til rétt fyrir notkun. Ath! Það er allt í lagi að minnka sykurinn. Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni
„Áður fyrr var ég nokkuð dugleg að baka – ekki síst á sumrin og veitti ekki af á stóru sveitaheimili. Ég vildi líka gjarnan vera viðbúin og eiga með kaffinu þegar gesti bar að garði sem var æði oft á árum áður enda bærinn okkar í þjóðbraut,“ segir Elín G. Sigurðardóttir á Torfalæk, safnstjóri Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Hún segir baksturinn hafa dregist saman hjá sér með árunum en þó séu fimm smákökusortir sem hún baki fyrir hver jól. „Mömmukökur, Siggakökur, bóndakökur, kókóstoppar og Strassborgarar hafa alltaf tilheyrt jólunum hjá mér og svo finnst mér alveg nauðsynlegt að eiga lagtertur, hvíta með sultu og brúna með kremi. Tertubotnar eru alveg farnir útaf listanum hjá mér og auðvitað sitthvað fleira,“ segir hún og viðurkennir að stundum lendi afgangurinn af jólabrauðinu ofan í smáfuglana í mars. Elín bendir á að tímarnir hafi breyst og úrval af kökum sé alltaf að aukast í búðum og bakaríum. „Nú getum við keypt þær smákökur sem við viljum fyrir jólin, ljómandi góðar og fallegar og mér er til efs að að borgi sig að baka þær heima ef tíminn er metinn til fjár. Samt lifa hefðirnar hjá þorra fólks og það bakar sömu sortirnar á hverju ári fyrir blessuð jólin – jafnvel þótt bæði konur og menn séu í kapphlaupi við tímann. En burtséð frá öllum hefðum, bakstri og hreingerningum er nú aðalmálið að eiga gleðileg jól.“ [email protected]Vegna þess að sumum finnst svolítið snúið að búa til brúna lagtertu þá lætur Elín fljóta með góða og þægilega uppskrift sem er hrærð og ekki þarf að hnoða. Brúnterta 250 g smjörlíki 400 g sykur 3 egg. 500 g hveiti 3 tsk. kanill 2 tsk. natron 1 1/2 tsk. negull 3 msk. kakó 3 dl mjólk Smjörlíki og sykur hrært saman, einu eggi í einu bætt við, síðan þurrefnunum og vætt í með mjólkinni. Deginu smurt á fjórar plötur sem annað hvort eru smurðar vel og hveitistráðar eða klæddar bökunarpappír. Þegar kökurnar hafa kólnað er búið til krem úr smjöri, flórsykri og örlitlu heitu vatni og sett á milli. Þá er komin fjögurra laga kaka sem gott er að skera í sundur í nokkra bita og geyma í frysti þar til rétt fyrir notkun. Ath! Það er allt í lagi að minnka sykurinn.
Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni