Gróttu tókst ekki að komast á toppinn

Gróttustúlkum tókst ekki að komast á toppinn í DHL deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið tapaði naumlega 27-26 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Valur er enn á toppnum með 17 stig og á leik til góða á Gróttu sem er í öðru sæti með 16 stig. Stjarnan og Haukar koma næst í þriðja og fjórða sæti með 14 stig og ÍBV er í því fimmta með 11 stig.