Veislugleði, öfund og leiðindi 23. janúar 2007 13:21 Ólafur Ólafsson í Samskipum segir í Blaðinu í dag að hann hafi svosem vitað hvernig þjóðin myndi bregðast við innflutningi hans á söngvaranum Elton John - með öfund og leiðindum. Af þessu tilefni ætla ég að sýna eina frægustu fréttamynd síðari ára, úrklippu úr Morgunblaðinu. Hún er tekin af Ólafi og Finni Ingólfssyni þar sem þeir yfirgefa fundarstað eftir undirritun samkomulags um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. --- --- --- Svo ætla ég að birta hluta úr bréfi sem þættinum hefur borist - höfundur er maður sem nýtur virðingar í viðskiptalífinu:"Sæll Egill. Þú lýsir íslenskum tíðaranda ágætlega í pistli um Nýríka Nonna og stórfyrirtækin. Íslenskur kapítalismi hefur löngum snúist um tilfærslu verðmæta, ekki að búa þau til, nokkurs konar ránskapítalisma. Þeir sem ránskapítalisma stunda eru oft kallaðir "political entrepreneurs" til aðgreiningar frá "market entrepreneurs". Markaðskapítalistar hugsa um hvernig á að búa til verðmæti á meðan ránskapítalistar leggja stund á það að hrifsa þau til sín. Líkt og í Rússlandi, er mikið af hinu nýja fé á Íslandi illa fengið. Bestu dæmin eru náttúrlega einkavæðing bankanna og gjafakvótinn. Þeim atburðum er best lýst sem lögvernduðu ráni. En önnur dæmi má nefna, svo sem óútskýrð undanskot undan deCode til Luxembourg og Panama árið 1999 og meint undanskot undan FL Group nokkrum árum seinna. Sá munur er þó á að ránskapítalistarnir er áður réðu hinum svokallaða Kolkrabba kunnu sér eitthvað hóf. Þeir létu sér nægja að auglýsa "Fancy a Dirty Weekend" og "Reykjavík One Night Stand" til að trekkja enskar partíbullur um borð í flugvélar einokunarfélagsins Flugleiða en hinir ungu arftakar þeirra ganga skrefinu lengra og leggja stund á gjálífið sem forverar þeirra hömpuðu. Hömluleysið er orðið algert. Það er skiljanlegt því fólk sem áskotnast fé með ránskapítalisma er ekki líklegt til að hafa þroska til að fara með ólíkt þeim sem hafa unnið fyrir sínu hörðum höndum og lagt metnað sinn í það að bjóða þjónustu og vörur sem verða almenningi til gagns eða gamans. Flestar þjóðir ganga í gegnum svona skeið en vonandi gengur það yfir sem fyrst á Íslandi." --- --- --- Jónasi Kristjánsyni hugkvæmist að bera þetta saman við hina fornu bók Satýrikon eftir Rómverjann Petróníus. Ég var að horfa á útgáfu Fellinis á þessu verki um daginn - svo mér hefði eiginlega átt að detta þetta í hug. En Jónas segir í pistli sem hann kallar Veislur ístöðuleysis:"Petronius lýsir í Satyrikon feiknarveizlu hjá leysingjanum Trimalkiusi, sem varð ríkur á ofanverðu Rómarveldi. Þær lýsingar taka fram lýsingum fjölmiðla á veizlum nýríkra Íslendinga tuttugu öldum síðar. Sérstaklega í mataræði, en minna er vitað um tóngæðin. Í báðum tilvikum fífla sig menn, sem vita ekki aura sinna tal og enn síður, hvað þeir eigi að gera við þá. Veizlurnar hjá Trimalkiusi voru undanfari hruns Rómarborgar, svo að búast má við hruni Íslands, ef veizlurnar gerast hrikalegri. Í báðum tilvikum ræður ferðinni ístöðuleysi nýríkra, sem kunna sig ekki meðal manna." Einn vinur minn var að fikta við að þýða Satyrikon fyrir mörgum árum. Kannski er kominn tími á birtingu, fyrst þetta er orðið svona háaktúellt? --- --- --- Ég tek fram í leiðinni að mér finnst fínt hjá Ólafi að hafa látið milljarðskall í sjóð. Er annars hægt að segja milljarðskall? En ég held ekki að hann hafi getað búist við því að hitt framtakið þætti sniðugt. Það er líklega rétt hjá honum að þjóðarsálin var ekki tilbúin að meðtaka þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Salan á Búnaðarbankanum Silfur Egils Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Ólafur Ólafsson í Samskipum segir í Blaðinu í dag að hann hafi svosem vitað hvernig þjóðin myndi bregðast við innflutningi hans á söngvaranum Elton John - með öfund og leiðindum. Af þessu tilefni ætla ég að sýna eina frægustu fréttamynd síðari ára, úrklippu úr Morgunblaðinu. Hún er tekin af Ólafi og Finni Ingólfssyni þar sem þeir yfirgefa fundarstað eftir undirritun samkomulags um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. --- --- --- Svo ætla ég að birta hluta úr bréfi sem þættinum hefur borist - höfundur er maður sem nýtur virðingar í viðskiptalífinu:"Sæll Egill. Þú lýsir íslenskum tíðaranda ágætlega í pistli um Nýríka Nonna og stórfyrirtækin. Íslenskur kapítalismi hefur löngum snúist um tilfærslu verðmæta, ekki að búa þau til, nokkurs konar ránskapítalisma. Þeir sem ránskapítalisma stunda eru oft kallaðir "political entrepreneurs" til aðgreiningar frá "market entrepreneurs". Markaðskapítalistar hugsa um hvernig á að búa til verðmæti á meðan ránskapítalistar leggja stund á það að hrifsa þau til sín. Líkt og í Rússlandi, er mikið af hinu nýja fé á Íslandi illa fengið. Bestu dæmin eru náttúrlega einkavæðing bankanna og gjafakvótinn. Þeim atburðum er best lýst sem lögvernduðu ráni. En önnur dæmi má nefna, svo sem óútskýrð undanskot undan deCode til Luxembourg og Panama árið 1999 og meint undanskot undan FL Group nokkrum árum seinna. Sá munur er þó á að ránskapítalistarnir er áður réðu hinum svokallaða Kolkrabba kunnu sér eitthvað hóf. Þeir létu sér nægja að auglýsa "Fancy a Dirty Weekend" og "Reykjavík One Night Stand" til að trekkja enskar partíbullur um borð í flugvélar einokunarfélagsins Flugleiða en hinir ungu arftakar þeirra ganga skrefinu lengra og leggja stund á gjálífið sem forverar þeirra hömpuðu. Hömluleysið er orðið algert. Það er skiljanlegt því fólk sem áskotnast fé með ránskapítalisma er ekki líklegt til að hafa þroska til að fara með ólíkt þeim sem hafa unnið fyrir sínu hörðum höndum og lagt metnað sinn í það að bjóða þjónustu og vörur sem verða almenningi til gagns eða gamans. Flestar þjóðir ganga í gegnum svona skeið en vonandi gengur það yfir sem fyrst á Íslandi." --- --- --- Jónasi Kristjánsyni hugkvæmist að bera þetta saman við hina fornu bók Satýrikon eftir Rómverjann Petróníus. Ég var að horfa á útgáfu Fellinis á þessu verki um daginn - svo mér hefði eiginlega átt að detta þetta í hug. En Jónas segir í pistli sem hann kallar Veislur ístöðuleysis:"Petronius lýsir í Satyrikon feiknarveizlu hjá leysingjanum Trimalkiusi, sem varð ríkur á ofanverðu Rómarveldi. Þær lýsingar taka fram lýsingum fjölmiðla á veizlum nýríkra Íslendinga tuttugu öldum síðar. Sérstaklega í mataræði, en minna er vitað um tóngæðin. Í báðum tilvikum fífla sig menn, sem vita ekki aura sinna tal og enn síður, hvað þeir eigi að gera við þá. Veizlurnar hjá Trimalkiusi voru undanfari hruns Rómarborgar, svo að búast má við hruni Íslands, ef veizlurnar gerast hrikalegri. Í báðum tilvikum ræður ferðinni ístöðuleysi nýríkra, sem kunna sig ekki meðal manna." Einn vinur minn var að fikta við að þýða Satyrikon fyrir mörgum árum. Kannski er kominn tími á birtingu, fyrst þetta er orðið svona háaktúellt? --- --- --- Ég tek fram í leiðinni að mér finnst fínt hjá Ólafi að hafa látið milljarðskall í sjóð. Er annars hægt að segja milljarðskall? En ég held ekki að hann hafi getað búist við því að hitt framtakið þætti sniðugt. Það er líklega rétt hjá honum að þjóðarsálin var ekki tilbúin að meðtaka þetta.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun