Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni 6. febrúar 2007 12:00 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs. Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira