Ráðstefna og verðlaunaafhending verður haldin í tilefni íslenska þekkingardagsins á Nordica Hotel í dag. Geir Haarde forsætisráðherra afhendir Íslensku þekkingarverðlaunin til þess fyrirtækis sem þykir skara fram úr á sviði "samruna & yfirtaka". Viðskiptafræðingur eða hagfræðingur ársins verður einnig verðlaunaður.
Það eru fyrirtækin Actavis, Marel og Össur sem eru tilnefnd á sviði samruna og yfirtaka. Í fyrra hlaut Actavis verðlaunin og Hreiðar Már Sigurðsson var valinn viðskiptafræðingur ársins.
Þema ráðstefnunnar er "Samrunar & yfirtökur" og hún hefst kl. 13:15. Bjarni Benediktsson alþingismaður er ráðstefnustjóri og ýmsir aðilar flytja erindi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.