Samfylkingin mótmælir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin við norðurenda ganganna klukkan eitt í dag. Félagar fylkingarinnar í norðvestur kjördæmi ætla að bjóða ökumönnum á leið í bæinn frítt veggjald. Þannig vilja þeir leggja áherslu á þá kröfu sína að gjaldið verði fellt niður.
Spölur lækkaði veggjald í dag til samræmis við lækkun virðisauka. Einstakt veggjald lækkar úr eitt þúsund krónum í níu hundruð, og lægsta gjald áskrifanda í I. gjaldflokki verður 253 krónur