Dómur fallinn í Bubbamáli 1. mars 2007 19:22 Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn". Forsíðufyrirsögnin "Bubbi fallinn" er dæmd ærumeiðandi og dauð og ómerk. Í reifun dómsins segir að ekki sé unnt að skilja fyrirsögnina öðruvísi en að fullyrt sé að Bubbi sé byrjaður að neyta vímuefna að nýju. Þorra þjóðarinnar væri kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Í umfjöllun blaðsins var vísað til þess að Bubbi væri fallin á reykingabindindi. Þá féllst Hæstiréttur einnig á að þau rök Bubba að birting á myndum af honum í bíl sínum hafi verið brot á friðhelgi einkalífsins. Slík birting væri eingöngu réttlætanleg ef hún teldist þáttur í þjóðfélagsumræðu og ætti erindi við almenning. Þau rök ættu ekki við um ljósmyndirnar. Bubbi vildi 20 milljónir í bætur en fær 700 þúsund en auk þess er ritstjórinn fyrrverandi dæmdur til að borga milljón í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Málið dæmdu Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Lögmaður ritstjórans og 365 miðla segir til skoðunar að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassburg. Fréttir Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri Hér og Nú, Garðar Örn Úlfarsson var í dag dæmdur í Hæstarétti til þess að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir umfjöllun blaðsins undir yfirskriftinni "Bubbi fallinn". Forsíðufyrirsögnin "Bubbi fallinn" er dæmd ærumeiðandi og dauð og ómerk. Í reifun dómsins segir að ekki sé unnt að skilja fyrirsögnina öðruvísi en að fullyrt sé að Bubbi sé byrjaður að neyta vímuefna að nýju. Þorra þjóðarinnar væri kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Í umfjöllun blaðsins var vísað til þess að Bubbi væri fallin á reykingabindindi. Þá féllst Hæstiréttur einnig á að þau rök Bubba að birting á myndum af honum í bíl sínum hafi verið brot á friðhelgi einkalífsins. Slík birting væri eingöngu réttlætanleg ef hún teldist þáttur í þjóðfélagsumræðu og ætti erindi við almenning. Þau rök ættu ekki við um ljósmyndirnar. Bubbi vildi 20 milljónir í bætur en fær 700 þúsund en auk þess er ritstjórinn fyrrverandi dæmdur til að borga milljón í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Málið dæmdu Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Lögmaður ritstjórans og 365 miðla segir til skoðunar að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassburg.
Fréttir Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira