Bestu búvörur í heimi 11. mars 2007 22:17 Á Íslandi höfum við besta landbúnað í heimi og bestu landbúnaðarvörurnar. Þetta er búið að staðfesta í skoðanakönnun. Við erum eins og heimspekingurinn Altúnga í Birtingi sem taldi að við lifðum í hinum allrabesta heimi allra heima. Öðruvísi gæti það ekki verið. Við erum stanslaust að fara með þessa vísu um bestu búvörurnar. Landbúnaðarráðherrann er yfirleitt aldrei á mynd án þess að hann sé að stinga upp í sig matarbita. Í skoðanakönnuninni sem bændasamtökin gerðu kom líka í ljós að Íslendingar eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarvörur en aðrar landbúnaðarvörur. Ekki var spurt hversu miklu hærra. Það var reyndar óþarfi - því nú þegar greiðum við hæsta verð í heimi fyrir landbúnaðarvörur. Það er ekki bara að þær séu dýrar úr úr búð. Og ekki bara að verð á landbúnaðarvörum sé notað sem skálkaskjól til að hækka annan varning. Nei - ekki bara þetta. Stuðningur íslenska ríkisins við landbúnað er meiri en nokkurs staðar á byggðu bóli. Hann er nú sirka 16 milljarðar á ári hverju - fyrir utan þá vernd sem landbúnaðurinn nýtur í formi hárra tolla og vörugjalda á innfluttar vörur eða hreinlega banns við að flytja þær inn. Þetta er hátt í tuttugu þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu á mánuði. Eins og það er orðað í skýrslu sem Jón Þór Sturluson hagfræðingur tók saman í fyrra þá er hlutfall stuðnings af heildartekjum bænda við hlaðvarpann 67 af hundraði. --- --- --- En kannski skiptir þetta engu máli meðan við lifum í þeirri sælu trú að landbúnaðarafurðirnar okkar séu þær bestu í heiminum. Hugsanlegai er nauðsynlegt fyrir litla þjóð að hafa svona mikla trú á sér ef hún á ekki að gefast upp. Mikið af ostunum bragðast reyndar eins og gúmmí og teljast vera iðnaðarframleiðsla, ólíkt svokölluðum búgarðsostum sem þykja fínastir í Frakklandi. Þeir heita reyndar fínum útlendum nöfnum en eiga að öðru leyti ekkert skylt við erlenda osta sem bera sömu heiti. Mér er líka dálítið til efs að íslenskt nautakjöt keppi við það sem kemur frá Argentínu, eða það sem selst sem skinka á Íslandi við það sem er í Danmörku eða Þýskalandi. En lambakjötið er vissulega gott, þótt merkilegt nokk séu ræktuð lömb og étin annars staðar en á Íslandi. Mjólk og smjör er líka notað víðar en á Íslandi og þykir sumstaðar nokkuð frambærilegt. Við höfum líka getað talið okkur trú um að grænmeti úr íslensku gróðurhúsi sé betra en sólvermt grænmeti sem vex sunnar í álfunni, að við höfum bestu tómatana og gúrkurnar. Vaxa ekki bara bestu bananar í heimi líka í Eden í Hveragerði? Íslendingar hafa reyndar löngum þóst hafa pata af því að allur matur sé óætur í útlöndum og líklega eitraður. Frægt var á fyrstu árum sólarlandaferða að farþegar höfðu með sér Bragakaffi frá Íslandi og jafnvel vatn líka. Einhvern veginn grunar mig að þetta sé það sem er átt við þegar er talað um fæðuöryggi en um það var líka spurt í könnun Bændasamtakanna. --- --- --- Markaðslögmál eiga helst að gilda í öllum atvinnugreinum - í landbúnaðinum umgangast menn þau eins og eitur og drottinsvik. Það hefur verið komið upp geysilegu kerfi milliliða sem sogar í sig ógurlegt fjármagn. Landbúnaðurinn á Íslandi er svo mikilvægur að hann hefur sinn eigin fulltrúa í ríkisstjórn. Það geta ekki allar atvinnugreinar státað af því. Sérstaklega er passað upp á að ekki sé hægt að kaupa matvöru beint frá bændunum eða að einhver taki sig út og reyni að vera öðruvísi en hinir. En þetta er mjög patríótískt kerfi. Það var í raun helsta niðurstaða skoðanakönnunarinnar. Ættjarðarástin er slík að þjóðin virðist vera reiðubúin að verja landbúnaðarkerfið til síðasta manns - og stjórnmálaflokkarnir líka. Sama þótt þetta sé kollektíf geggjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun
Á Íslandi höfum við besta landbúnað í heimi og bestu landbúnaðarvörurnar. Þetta er búið að staðfesta í skoðanakönnun. Við erum eins og heimspekingurinn Altúnga í Birtingi sem taldi að við lifðum í hinum allrabesta heimi allra heima. Öðruvísi gæti það ekki verið. Við erum stanslaust að fara með þessa vísu um bestu búvörurnar. Landbúnaðarráðherrann er yfirleitt aldrei á mynd án þess að hann sé að stinga upp í sig matarbita. Í skoðanakönnuninni sem bændasamtökin gerðu kom líka í ljós að Íslendingar eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarvörur en aðrar landbúnaðarvörur. Ekki var spurt hversu miklu hærra. Það var reyndar óþarfi - því nú þegar greiðum við hæsta verð í heimi fyrir landbúnaðarvörur. Það er ekki bara að þær séu dýrar úr úr búð. Og ekki bara að verð á landbúnaðarvörum sé notað sem skálkaskjól til að hækka annan varning. Nei - ekki bara þetta. Stuðningur íslenska ríkisins við landbúnað er meiri en nokkurs staðar á byggðu bóli. Hann er nú sirka 16 milljarðar á ári hverju - fyrir utan þá vernd sem landbúnaðurinn nýtur í formi hárra tolla og vörugjalda á innfluttar vörur eða hreinlega banns við að flytja þær inn. Þetta er hátt í tuttugu þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu á mánuði. Eins og það er orðað í skýrslu sem Jón Þór Sturluson hagfræðingur tók saman í fyrra þá er hlutfall stuðnings af heildartekjum bænda við hlaðvarpann 67 af hundraði. --- --- --- En kannski skiptir þetta engu máli meðan við lifum í þeirri sælu trú að landbúnaðarafurðirnar okkar séu þær bestu í heiminum. Hugsanlegai er nauðsynlegt fyrir litla þjóð að hafa svona mikla trú á sér ef hún á ekki að gefast upp. Mikið af ostunum bragðast reyndar eins og gúmmí og teljast vera iðnaðarframleiðsla, ólíkt svokölluðum búgarðsostum sem þykja fínastir í Frakklandi. Þeir heita reyndar fínum útlendum nöfnum en eiga að öðru leyti ekkert skylt við erlenda osta sem bera sömu heiti. Mér er líka dálítið til efs að íslenskt nautakjöt keppi við það sem kemur frá Argentínu, eða það sem selst sem skinka á Íslandi við það sem er í Danmörku eða Þýskalandi. En lambakjötið er vissulega gott, þótt merkilegt nokk séu ræktuð lömb og étin annars staðar en á Íslandi. Mjólk og smjör er líka notað víðar en á Íslandi og þykir sumstaðar nokkuð frambærilegt. Við höfum líka getað talið okkur trú um að grænmeti úr íslensku gróðurhúsi sé betra en sólvermt grænmeti sem vex sunnar í álfunni, að við höfum bestu tómatana og gúrkurnar. Vaxa ekki bara bestu bananar í heimi líka í Eden í Hveragerði? Íslendingar hafa reyndar löngum þóst hafa pata af því að allur matur sé óætur í útlöndum og líklega eitraður. Frægt var á fyrstu árum sólarlandaferða að farþegar höfðu með sér Bragakaffi frá Íslandi og jafnvel vatn líka. Einhvern veginn grunar mig að þetta sé það sem er átt við þegar er talað um fæðuöryggi en um það var líka spurt í könnun Bændasamtakanna. --- --- --- Markaðslögmál eiga helst að gilda í öllum atvinnugreinum - í landbúnaðinum umgangast menn þau eins og eitur og drottinsvik. Það hefur verið komið upp geysilegu kerfi milliliða sem sogar í sig ógurlegt fjármagn. Landbúnaðurinn á Íslandi er svo mikilvægur að hann hefur sinn eigin fulltrúa í ríkisstjórn. Það geta ekki allar atvinnugreinar státað af því. Sérstaklega er passað upp á að ekki sé hægt að kaupa matvöru beint frá bændunum eða að einhver taki sig út og reyni að vera öðruvísi en hinir. En þetta er mjög patríótískt kerfi. Það var í raun helsta niðurstaða skoðanakönnunarinnar. Ættjarðarástin er slík að þjóðin virðist vera reiðubúin að verja landbúnaðarkerfið til síðasta manns - og stjórnmálaflokkarnir líka. Sama þótt þetta sé kollektíf geggjun.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun