Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti 12. mars 2007 16:06 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Geir sagði stjórnarandstöðuna hafa reynt að fá Framsóknarflokkinn í lið með sér og ætlað að „skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir." Þá sagði hann ummæli Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um stjórnarslit ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bera vott um að Framsóknarflokknum hafi verið alvara í málinu. Ummælin hafi ekki skaðað stjórnarsamstarfið. Í tillögunni að frumvarpinu segir að náttúruauðlindir skuli vera þjóðareign, ef þær eru ekki verndaðar af eignaréttarákvæði stjórnarskrár nú þegar. Allt sem nú er verndað verði virt, en héðan í frá verði ekki hægt að ávinna sér réttindi. Auðlindirnar verði nýttar til hagsbóta allri þjóðinni og verði þjóðareign. Hægt verði að veita einkaaðilum afnot og hagnýtingarrétt og gjaldtaka möguleg. Geir sagði á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að hann væri því algjörlega ósammála að auðlindaákvæðið væri merkingarlaust. „Í þessu sambandi er ef til vill þýðingarmest að átta sig á því að meginmarkmið frumvarpsins er að árétta fullveldisrétt þjóðarinnar sem landið byggir yfir þeim sameiginlegu auðlindum sem velferð hennar verður reist á um langa framtíð. Tilgangur þess er að renna styrkari stoðum undir auðlindastýringu í núgildandi löggjöf og löggjöf sem sett verður um þetta efni í framtíðinni. Hér er því ekki um nein niðurnjörvuð eignarréttindi að ræða heldur miklu fremur pólitíska stefnuyfirlýsingu sem áréttar fullveldisrétt ríkis og þjóðar yfir þeim auðlindum á íslensku forráðasvæði sem ekki lúta eignarrétti annarra og að þær skuli nýttar með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst að ríkisvaldið megi veita heimildir til afnota þeirra og nýtingar eins og verið hefur," sagði Geir á þingi í dag. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá við fyrstu umræðu um frumvarpið og hafa nokkrir þeirra úr röðum stjórnarandstöðu gert athugasemdir við frumvarpið. Fréttir Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Geir sagði stjórnarandstöðuna hafa reynt að fá Framsóknarflokkinn í lið með sér og ætlað að „skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir." Þá sagði hann ummæli Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um stjórnarslit ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bera vott um að Framsóknarflokknum hafi verið alvara í málinu. Ummælin hafi ekki skaðað stjórnarsamstarfið. Í tillögunni að frumvarpinu segir að náttúruauðlindir skuli vera þjóðareign, ef þær eru ekki verndaðar af eignaréttarákvæði stjórnarskrár nú þegar. Allt sem nú er verndað verði virt, en héðan í frá verði ekki hægt að ávinna sér réttindi. Auðlindirnar verði nýttar til hagsbóta allri þjóðinni og verði þjóðareign. Hægt verði að veita einkaaðilum afnot og hagnýtingarrétt og gjaldtaka möguleg. Geir sagði á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að hann væri því algjörlega ósammála að auðlindaákvæðið væri merkingarlaust. „Í þessu sambandi er ef til vill þýðingarmest að átta sig á því að meginmarkmið frumvarpsins er að árétta fullveldisrétt þjóðarinnar sem landið byggir yfir þeim sameiginlegu auðlindum sem velferð hennar verður reist á um langa framtíð. Tilgangur þess er að renna styrkari stoðum undir auðlindastýringu í núgildandi löggjöf og löggjöf sem sett verður um þetta efni í framtíðinni. Hér er því ekki um nein niðurnjörvuð eignarréttindi að ræða heldur miklu fremur pólitíska stefnuyfirlýsingu sem áréttar fullveldisrétt ríkis og þjóðar yfir þeim auðlindum á íslensku forráðasvæði sem ekki lúta eignarrétti annarra og að þær skuli nýttar með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst að ríkisvaldið megi veita heimildir til afnota þeirra og nýtingar eins og verið hefur," sagði Geir á þingi í dag. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá við fyrstu umræðu um frumvarpið og hafa nokkrir þeirra úr röðum stjórnarandstöðu gert athugasemdir við frumvarpið.
Fréttir Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira