Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð 13. mars 2007 18:30 Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna. Fréttir Innlent Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. Helstu mengunarefni sem berast frá álveri eru þrjú. Eitt þeirra - brennisteinsdíoxíð - sleppur út í andrúmsloftið óhreinsað frá álverinu í Straumsvík. Nú þegar berast um 2500 tonn af brennisteinsdíoxíði frá álverinu og verði af stækkun sleppa 3500 tonn hið minnsta út í andrúmsloftið. Pálmi Stefánsson, efnaverkfræðingur, sagði í Kompási á sunnudagskvöld að brennisteinsdíoxíð væri hættulegt eitur. "Ef við öndum því að okkur þá breytist það í brennisteinssýru og étur lungun okkar að innan." Þór Tómasson, efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir afskaplega ólíklegt að brennisteinsdíoxíð frá álverinu geti étið lungu íbúa að innan - ekki nema menn stæðu með höfuðið í reyknum ofan í skorsteinum álversins. Enda sé styrkur efnisins í umhverfinu hér langt undir settum mörkum. Þór hefur ekki trú á því að börn sem sofa úti í vagni, kannski allt að fjóra tíma á dag, í Vallarhverfinu og öðrum hverfum nærri álverinu verði fyrir heilsutjóni af völdum brennisteinsdíoxíðs eða annarrar mengunar. Sú loftmengun sem samkvæmt Evrópusambandinu er talin langskaðlegust heilsu manna í dag, segir Þór, er fínt svifryk og næst á eftir var köfnunarefnisoxíð. "Hvoru tveggja þessara efna koma náttúrlega mest frá umferð á Íslandi." Brennisteinsdíoxíð getur fyrst og fremst skaðað gróður, segir Þór. Hann segir erfitt að skera úr um hvers konar mengun geti verið heilsupillandi og að menn hafi fyrst áttað sig á skaðsemi svifryks þegar dró úr loftmengun í Evrópu en heilsa manna batnaði ekki eins og sérfræðingar höfðu vænst. "En hins vegar þegar svifrykið minnkaði þá hafa menn séð framfarir. Þess vegna er niðurstaðan sú að það er fyrst og fremst svifrykið sem er heilsuskaðlegt. Það eru bara agnirnar sem slíkar." Um 200 tonn af ryki berast frá álverinu á ári, segir Þór, og eftir stækkun verður það lauslega áætlað um 400 tonn. "En rykið frá umferð á höfuðborgarsvæðinu er mælt í tugum þúsunda tonna." Þór segir að sennilega sé lítill munur á því hvort börn sofa úti nærri álverinu í Straumsvík eða helstu umferðaræðum Reykjavíkur. Hvorugt sé líklegt til að spilla heilsu barna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira