Birgjar svara fyrir sig 14. mars 2007 18:56 Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. . Fréttir Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. .
Fréttir Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira