Innbrotsþjófar voru handteknir af lögreglu í Reykjavík í gær. Verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring fundust á heimili þjófanna.
Tölvubúnaði var einnig stolið í innbroti í kjallaraíbúð í austurborginni og nokkrir hlutir teknir út bifreið. Öll málin eru til rannsóknar hjá lögreglu.
Þá voru sælgætisþjófar á ferð í gær. Maður um fimmtugt var staðinn að hnupli á sælgæti og tveir fimmtán ára piltar náðust með páskaegg sem þeir höfðu tekið ófrjálsri hendi.