PS3 í verslanir á föstudag 18. mars 2007 11:00 Ánægður viðskiptavinur með fyrstu PS3 leikjatölvuna þegar hún kom á markað í nóvember í fyrra. Mynd/AP PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjatölvan kostar um 425 pund út úr búð í Bretlandi. Það jafngildir tæpum 56.000 íslenskum krónum. Til samanburðar kostar tölvan í Bandaríkjunum jafnvirði um 40.000 króna. Það fer allt eftir innihaldi tölvunnar og eiginleikum. Þær minni eru ódýrari en stóru og öflugu útgáfur hennar eru eðlilega dýrari. PlayStation 3 leikjatölvan er sú síðasta í kynslóð þriggja nýrra leikjatölva til að koma á markað. Hinar eru XBox360 frá Microsoft og Wii-leikjatölvan frá Nintendo, sem vermt hefur toppsætið yfir mest seldu nýju leikjatölvurnar frá útgáfudegi. Ástæðan fyrir því að markaðssetning á nýju leikjatölvunni frá Sony dróst svo mjög er sú að tafir urðu í framleiðslu á Blu-ray drifi tölvunnar fyrir Evrópumarkað.Reiknað er með að 220.000 PS3 leikjatölvur fari í sölu í Bandaríkjunum á föstudag. Fréttir Leikjavísir Tækni Viðskipti Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Fleiri fréttir GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjatölvan kostar um 425 pund út úr búð í Bretlandi. Það jafngildir tæpum 56.000 íslenskum krónum. Til samanburðar kostar tölvan í Bandaríkjunum jafnvirði um 40.000 króna. Það fer allt eftir innihaldi tölvunnar og eiginleikum. Þær minni eru ódýrari en stóru og öflugu útgáfur hennar eru eðlilega dýrari. PlayStation 3 leikjatölvan er sú síðasta í kynslóð þriggja nýrra leikjatölva til að koma á markað. Hinar eru XBox360 frá Microsoft og Wii-leikjatölvan frá Nintendo, sem vermt hefur toppsætið yfir mest seldu nýju leikjatölvurnar frá útgáfudegi. Ástæðan fyrir því að markaðssetning á nýju leikjatölvunni frá Sony dróst svo mjög er sú að tafir urðu í framleiðslu á Blu-ray drifi tölvunnar fyrir Evrópumarkað.Reiknað er með að 220.000 PS3 leikjatölvur fari í sölu í Bandaríkjunum á föstudag.
Fréttir Leikjavísir Tækni Viðskipti Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Fleiri fréttir GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira