Húsið þar sem Jörundur dansaði 18. apríl 2007 22:48 Það er hálfömurlegt að heyra gamla húsið í Austurstræti þar sem Jörundur hundadagakonungur dansaði einu sinni og gerði af fræga teikningu kallað Pravda. Þetta var búlla sem starfaði þarna um hríð, áður höfðu verið þarna ótal staðir sem enginn man hvað hétu. Eitt sinn var meira að segja fenginn einn frægasti hönnuður í heimi og hann látinn hanna innréttingar í staðinn. Það fór ekki betur en svo að innréttingarnar voru svo lágar og lítt sýnilegar að blindfullir Íslendingar duttu um þær. Þær voru svo rifnar burt af næsta setti af eigendum og sér hvergi merki um þær nema í gömlum tölublöðum af hönnunartímaritum. En nú er þetta hús semsagt brunnið til kaldra kola ásamt ógeðslegu sjoppunni með vondu pylsulyktinni sem stóð við hliðina á, kebabbúllunni á horninu, bjórkránni á jarðhæðinni í hornhúsinu við Lækjargötu og svo Café Óperu sem telst hafa verið forn veitingastaður á íslenskan mælikvarða. Mestöll starfsemin í þessum húsum var hin óyndislegasta og ekki eftirsjá að neinu í því sambandi. Húsin höfðu verið vanvirt með alls konar breytingum. Þau voru til skammar eins og nánast allt umhverfi Lækjartorgs - þessar ómyndar sem eitt sinn taldist vera miðpunktur borgarinnar. --- --- --- Annars man ég eftir tímanum þegar timburhús brunnu ótt og títt í Reykjavík. Þá datt engum í hug að byggja þau aftur. Ég man eftir tveimur brunum í Aðalstrætinu þegar ég var unglingur - gott ef annar þeirra var ekki á nýársnótt. Þá var öllum sama. Maður hafði borgaryfirvöld helst grunuð um að kveikja í sjálf til að losna við spýtnabrakið. Þegar ég var lítill drengur brann suðurendi Lækjargötunnar, hús Séra Bjarna og hús þar sem svaf vinur minn Óli Flosa sem bjargaðist sem betur fer út. Ég get ennþá rifjað upp lyktina sem lá yfir bænum eftir þann mikla bruna. Er ekki sagt að fátt sé minnisbetra en lyktarskynið? Merkilegt nokk fann maður sáralitla lykt af brunanum í dag. Það er vegna þess að norðanstrengurinn sem stundum liggur um Lækjartorg og Lækjargötu blés reyknum burt nokkurn veginn beint út yfir Tjörnina og svo upp í loft. Þannig varð maður ekki var við reykinn í Þingholtunum þar sem ég bý og ekki heldur í Garðastrætinu þar sem ég kom í dag. --- --- --- Nú er talað um að eigi að endurbyggja þessi hús. Ég er ekki viss um að ástæða sé til. Sem fyrr segir voru þau ekki til neinnar prýði. Ég er svo ungur að ég man ekki hvernig Austurstræti 22 leit út meðan það var Haraldarbúð. Niðurlægingarskeið þess húss var byrjað löngu áður en ég fór að muna eftir mér. Kannski verður þetta borgaryfirvöldum hvatning til að laga til í kringum Lækjartorg - helsta rónabæli á Íslandi þangað sem er varla hægt að koma lengur fyrir spássíufólki. Aðalatriði er raunar að það þarf að setja reglur um hvernig eigi að byggja í hinum grónari götum bæjarins. Það gengur ekki lengur að arkitektar og verktakar fái að byggja hvað sem er. Nú stendur til dæmis til að byggja hús við Hávallagötu þar sem er ein heillegasta götumynd í Reykjavík. Íbúarnir óttast að það verði ómerkilegur kassi eins og eru að rísa út um allan bæ þar sem er engu skeytt um útlit eða fegurð. Farið bara niður á Lindargötu og sjáið algjört gjaldþrot íslenskrar byggingalistar. Hví eru byggð hús þar sem líta út eins og kumbaldar í nýjum hverfum í Kópavogi eða suður við Álver? --- --- --- Sturla Böðvarsson mun vera fúll vegna skýrslunnar um Reykjavíkurflugvöll. Eftir þetta kemur ekki til greina að byggja samgöngumiðstöðina. Hún hefur nákvæmlega engan tilgang. Það er fínt að fá þessa niðurstöðu frá sérfræðingum sem hafa rannsakað málið ofan í kjölinn. En þetta eru líka staðreyndir sem hafa legið í augum uppi og hafa margsinnis verið endurteknar á þessum vef: Að það margborgi sig að taka flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni undir byggð og byggja í staðinn snotran innanlandsflugvöll hér við borgina. Ég skil eiginlega ekki að hægt sé að hafa neitt á móti því. Skýrsluhöfundarnir telja að af þessu geti verið þjóðhagsleg hagkvæmni upp á hátt í fjörutíu milljarða króna. --- --- --- Talandi um skipulagsmál þá langar mig að benda á þessar fínu pælingar á bloggsíðu Kjartans Valgarðssonar sem skrifar alla leið frá Maputo í Mosambík. Reyndar ættuð þið líka að kíkja á það sem Kjartan hefur að segja um einkarekstur í skólakerfinu á síðunni sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Það er hálfömurlegt að heyra gamla húsið í Austurstræti þar sem Jörundur hundadagakonungur dansaði einu sinni og gerði af fræga teikningu kallað Pravda. Þetta var búlla sem starfaði þarna um hríð, áður höfðu verið þarna ótal staðir sem enginn man hvað hétu. Eitt sinn var meira að segja fenginn einn frægasti hönnuður í heimi og hann látinn hanna innréttingar í staðinn. Það fór ekki betur en svo að innréttingarnar voru svo lágar og lítt sýnilegar að blindfullir Íslendingar duttu um þær. Þær voru svo rifnar burt af næsta setti af eigendum og sér hvergi merki um þær nema í gömlum tölublöðum af hönnunartímaritum. En nú er þetta hús semsagt brunnið til kaldra kola ásamt ógeðslegu sjoppunni með vondu pylsulyktinni sem stóð við hliðina á, kebabbúllunni á horninu, bjórkránni á jarðhæðinni í hornhúsinu við Lækjargötu og svo Café Óperu sem telst hafa verið forn veitingastaður á íslenskan mælikvarða. Mestöll starfsemin í þessum húsum var hin óyndislegasta og ekki eftirsjá að neinu í því sambandi. Húsin höfðu verið vanvirt með alls konar breytingum. Þau voru til skammar eins og nánast allt umhverfi Lækjartorgs - þessar ómyndar sem eitt sinn taldist vera miðpunktur borgarinnar. --- --- --- Annars man ég eftir tímanum þegar timburhús brunnu ótt og títt í Reykjavík. Þá datt engum í hug að byggja þau aftur. Ég man eftir tveimur brunum í Aðalstrætinu þegar ég var unglingur - gott ef annar þeirra var ekki á nýársnótt. Þá var öllum sama. Maður hafði borgaryfirvöld helst grunuð um að kveikja í sjálf til að losna við spýtnabrakið. Þegar ég var lítill drengur brann suðurendi Lækjargötunnar, hús Séra Bjarna og hús þar sem svaf vinur minn Óli Flosa sem bjargaðist sem betur fer út. Ég get ennþá rifjað upp lyktina sem lá yfir bænum eftir þann mikla bruna. Er ekki sagt að fátt sé minnisbetra en lyktarskynið? Merkilegt nokk fann maður sáralitla lykt af brunanum í dag. Það er vegna þess að norðanstrengurinn sem stundum liggur um Lækjartorg og Lækjargötu blés reyknum burt nokkurn veginn beint út yfir Tjörnina og svo upp í loft. Þannig varð maður ekki var við reykinn í Þingholtunum þar sem ég bý og ekki heldur í Garðastrætinu þar sem ég kom í dag. --- --- --- Nú er talað um að eigi að endurbyggja þessi hús. Ég er ekki viss um að ástæða sé til. Sem fyrr segir voru þau ekki til neinnar prýði. Ég er svo ungur að ég man ekki hvernig Austurstræti 22 leit út meðan það var Haraldarbúð. Niðurlægingarskeið þess húss var byrjað löngu áður en ég fór að muna eftir mér. Kannski verður þetta borgaryfirvöldum hvatning til að laga til í kringum Lækjartorg - helsta rónabæli á Íslandi þangað sem er varla hægt að koma lengur fyrir spássíufólki. Aðalatriði er raunar að það þarf að setja reglur um hvernig eigi að byggja í hinum grónari götum bæjarins. Það gengur ekki lengur að arkitektar og verktakar fái að byggja hvað sem er. Nú stendur til dæmis til að byggja hús við Hávallagötu þar sem er ein heillegasta götumynd í Reykjavík. Íbúarnir óttast að það verði ómerkilegur kassi eins og eru að rísa út um allan bæ þar sem er engu skeytt um útlit eða fegurð. Farið bara niður á Lindargötu og sjáið algjört gjaldþrot íslenskrar byggingalistar. Hví eru byggð hús þar sem líta út eins og kumbaldar í nýjum hverfum í Kópavogi eða suður við Álver? --- --- --- Sturla Böðvarsson mun vera fúll vegna skýrslunnar um Reykjavíkurflugvöll. Eftir þetta kemur ekki til greina að byggja samgöngumiðstöðina. Hún hefur nákvæmlega engan tilgang. Það er fínt að fá þessa niðurstöðu frá sérfræðingum sem hafa rannsakað málið ofan í kjölinn. En þetta eru líka staðreyndir sem hafa legið í augum uppi og hafa margsinnis verið endurteknar á þessum vef: Að það margborgi sig að taka flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni undir byggð og byggja í staðinn snotran innanlandsflugvöll hér við borgina. Ég skil eiginlega ekki að hægt sé að hafa neitt á móti því. Skýrsluhöfundarnir telja að af þessu geti verið þjóðhagsleg hagkvæmni upp á hátt í fjörutíu milljarða króna. --- --- --- Talandi um skipulagsmál þá langar mig að benda á þessar fínu pælingar á bloggsíðu Kjartans Valgarðssonar sem skrifar alla leið frá Maputo í Mosambík. Reyndar ættuð þið líka að kíkja á það sem Kjartan hefur að segja um einkarekstur í skólakerfinu á síðunni sinni.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun